31.10.2021 | 12:10
Ástandið á bráðamóttöku var slæmt og versnar sífellt.
Fyrir þeim, sem þurftu að fara á bráðamóttöku Landsspítans fyrir sex árum, blasti við ófremdarástand, sem þá leiddi til mikillar umræðu í þjóðfélaginu. Hún endaði með einhverri mestu þáttöku sem um getur í undrskriftasöfnninni sem Kári Stefánsson stóð fyrir.
Síðan þá liggur fyrir að síðustu tíu ár hefur skort að meðaltali um 6o milljarða króna á hverju ári til þess að við Íslendingar leggjum heilbrigðiskerfinu jafn mikið til og þjóðirnar í kringum okkur miðað við höfðatölu. Á sama tíma fer öldruðum stöðugt fjölgandi og verkefnin vaxa með því.
Síðuhafi hefur þurft nokkrum sinnum á þessum sex árum að fara á bráðamóttöku og sjá, að þrátt fyrir að í skoðanakönnun fyrir kosningarnar síðustu væri yfirgnæfandi fylgi fyrir því að gera heilbrigðismálin að mikilvægasta úrlausnarefni stjórnmálanna fer ástandið ekki batnandi, heldur síversnandi.
Engin furða; ef það ætti að bæta almennilega úr sýna tölurnar frá OECD að við þyrftum að bæta alls um 60 milljörðum á ári til þess að bæta upp vanrækslu þessarar aldar í þessum málum.
Orðin lúin og segir aðstæðurnar óboðlegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.