Svipað og að kenna hitamælinum um sótthitann?

 Það er stundum notað sem hliðstæða við vafasamar aðgerðir að líkja þeim við það að henda hitamælinum, sem sjúklingur fær of háan hita. 

Nú má sjá á samfélagamiðlum allt inn í raðir ríkisstjórnarinnar þá skoðun, að gefa eigi helst allar aðrar sóttvarnaraðgerðir upp á bátinn nema þær að "beina tilmælum til fólks" um að hver sjái sjálfur um sínar sóttvarnir. 

Það séu spítalarnir, sem séu "fyrirstaða eðlilegs lífs.

Láta eigi það nægja að sýna þolinmæði og bíða eftir því að spítalarnir eflist í framtíðinni. 

Þetta er ótrúverðugt sé litið til þróunarinnar undanfarinn áratug, þegar minnstu framlög þjóða í okkar heimshluta til heilbrigðis hefur orðið til þess að gjörgæslurýmum hefur fækkað úr 18 í 14 og sjúkrarúmum úr 900 niður í 640. 

Nú þegar er neyðarástand skollið á á Landsspítalanum á sama tíma og dómsmálaráðherra segist geta dregið á svipstundu þær kanínur upp úr hattinum að spítalinn geti hafi burði til þess að "vera ekki fyrirstaða eðlilegs lífs."


mbl.is Spítalinn megi ekki vera fyrirstaða eðlilegs lífs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komin er Lauga vel á legg,

lund með geði glöðu,

geymir í skápnum vín og egg,

en enga fyrirstöðu... cool

Þjóðólfur í Fyrirstöðu (IP-tala skráð) 5.11.2021 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband