Framboð Þjóðernissinna fékk aldrei flug né tilgang hér á landi.

Ef öflugur uppgangur þjóðernissinna undir merkjum nasista á fjórða áratugnum hefði orðið hér á landi í stíl við það sem hann var víða erlendis hefði það hugsanlega verið m0gulegt undir stjórn áhrifamikils ræðumanns og "leiðtoga" og andúðar í garð afmkarkaðs minnihluta eða jaðarhóps.  

Á þessum síðasta áratug fyrir stríð var sterkur þjóðernislegur straumur í íslenskri pólitík og Sjálfstæðisflokkurinn fékk það nafn til að leggja áherslu á að Íslendingar slitu sig frá tjóðri Sambandslaganna.   

Menntakerfi landsins og til dæmis sögukennsla í skólum var mjög lituð af sjálfstæðisbaráttunni og fékk þar hljómgrunn. 

Íslenski Þjóðernissinnaflokkurinn hafði einfaldlega ekkert fram að færa, sem þurfti sem viðbót við þetta ástand. 

Á síðustu árunum fyrir stríð voru landflótta Gyðingar reknir úr landinu án þess að atbeina íslensku nasistanna þyrfi til.  

Lögreglustjórinn í Reykjavík, Agnar Koefoed-Hansen fékk því framgengt meðan á hernámi Íslands stóð að mega beita fullu lögreguvaldi til jafns við setuliðið. Þetta mun hafa verið einsdæmi, sem og það að Agnar hafði þjálfað sig til þessa embættis hjá Gestapo í Þýskalandi!


mbl.is Þjóðræknin aftrar þjóðernisöfgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland hefur frá aldaöðli verið þjóðernislega einsleitt. Nú er það breytt. Það er bara tímaspursmál hvenær öfgahreyfingar skjóta upp kollinum, bæði meðal Íslendinga og innfluttra þjóðarbrota. Afleiðingar þess erum við að sjá í nágrannalöndum okkar.

Ég efast um að við séum búnir undir þær.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 5.11.2021 kl. 14:49

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þýzkaland var í rúst og almenningur svalt - ástandið mun verra en í Afganistan
Valið stóð milli Kommúnísta og að leyfa Hitler að sprikla - því það tók enginn því alvarlega að hann gæti orðið einvaldur fyrr en alltof seint
Hagfræði Hitlers var mjög einföld og er kennd í ýmsum hagfræðibókum - þjóðin á að framleiða byssur og brauð - punktur
Byssurnar voru notaðar til landvinninga og gyðingar voru notaðir sem blórabögglar fyrir allt sem miður fór nema að kveikja í þinghúsinu það fengu kommúnistar

Grímur Kjartansson, 5.11.2021 kl. 14:53

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Íslenski Þjóðernissinnaflokkurinn hafði einfaldlega ekkert fram að færa, sem þurfti sem viðbót við þetta ástand. "

Þar hittir þú naglann á kaf.

Ástandið er ennþá þannig.  Við höfum mjög mikið af Nazista elimentum, svo það er fátt fyrir Nazista að berjast fyrir:

1: Það er þegar mikil samvinna milli ríkisins og helstu stórfyrirtækja.  Ekki eins og Nazisatrnir höfðu í huga, en það er byrjun.

2: öflugasti fjölmiðill landsins er ríkisrekinn.  Og facebook & youtube eru ritskoðuð í þágu svipaðrar hugmyndafræði - þó mig gruni að Hitler hefði ekki verið hrifinn af glóbalistunum.

3: "við erum öll í þessu saman."

Og svo framvegis.

Nazisminn er í raun visnæll, en fólk veit bara ekki að það er stnfan sem það aðhyllist.  "Ríkið er mamma þín" stefnan.  And-frjálshyggja.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.11.2021 kl. 15:55

4 identicon

Á 4.áratugnum fékk fólk kosningarétt 25 ára. Flestir nasistarnir, kærustur þeirra og stuðningsfólk voru undir þeim aldri. Ef fólk hefði fengið að kjósa 18 ára eins og nú, hefðu atkvæði nasistanna verið miklu fleiri.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 5.11.2021 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband