Göng undir hákoll Öxnadalsheiðar ætti að vera til skoðunar.

Á þessari síðu hefur áður verið minnst á þann möguleika að gera frekar stutt göng undir efsta kafla Þjóðvegar númer eitt þar sem hann liggur yfir Öxnadalsheiði. 

Fjölmargir staðir annars staðar á landinu æpa á göng, og það þarf ekki nema fjögurra kílómetra löng göng, jafnvel aðeins styttri til að losa okkur við þennan slæma stað, sem veldur nánast öllum vandræðunum, sem verða á þessari leið. 

Þar veldur ekki aðeins hæð yfir sjó og vegur utan í hallandi hlíð, heldur er Bakkaselsbrekkan með um tíu  prósenta halla, sem eitt og sér er langt yfir nútíma mörkum og á stærstan hlut af vandræðunum á þessum kafla.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband