Tyrkland, land á mörkum tveggja heima.

Nágrannalöndin tvö, austast við Miðjarðarhafið, Grikkland og Tyrkland eiga að baki brokkgengan feril hvað snertir lýðræði og alræði, og Tyrkland er á sýnu erfiðari stað, sem meðal annars sést af því að hluti landsins er í Evrópu en meginhlutinn í Asíu. 

Þar að auki er landið loka yfirráðasvæði fyrrum múslimsks stórveldis. 

Tyrkland er í NATO en hefur oft spilað djarft spil í útanríkismálum vegna nálægðarinnar við Rússland, þótt haf skilji á milli. 

Tyrkir fóru í Fyrri heimsstyrjöldinni í bein hernaðarátök við Breta, sem biðu greypilegan ósigur við Gallipoli. 

Tyrkir sóttu lengi vel fast að komast inn í ESB, en ESB dró lappirnar í þeim efnum. 

Atburðirnir, sem hafa orðið í valdatíð Erdogans, eru eitt af mörgum dæmum um það hve fráleit innganga í bandalagið hefði verið og er enn. 


mbl.is „Þetta er valdarán“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband