13.12.2021 | 22:56
Það þarf stórskotalið í stórorrustum.
Ráðning Bjðrns Zoega sem tímabundins ráðgjafa heilbrigðisráðherra er merki um það að nú þurfi að draga fram stórkanónur til þess að vinna bug á því einstæða ófremdarástandi sem skapast hefur á Landspítalanum.
Willum Þór Þórsson hefur af því reynslu eftir frammistöðunni í störfum sínum fyrir knattspyrnuna, að það verður að grípa til ráða sem duga og að það þurfi að vera stórskotalið í þeirri stórorrustu sem framundan verður að eiga sér stað á því sviði þjóðlífsins, sem þjóðin sjálf hefur hvað eftir annað talið það mikilvægasta í undirskriftasöfnun og skoðanakönnunum.
Ferill Björns Zoega sýnir að nú er að duga eða drepast og blása til sóknar út úr því ömurlega ástandi, sem nú ríkir.
Björn Zoëga ráðgjafi Willums | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er gott að vita að Björn og Willum munu breyta vatni í vín þessi jólin!
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 14.12.2021 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.