Það þarf stórskotalið í stórorrustum.

Ráðning Bjðrns Zoega sem tímabundins ráðgjafa heilbrigðisráðherra er merki um það að nú þurfi að draga fram stórkanónur til þess að vinna bug á því einstæða ófremdarástandi sem skapast hefur á Landspítalanum.  

Willum Þór Þórsson hefur af því reynslu eftir frammistöðunni í störfum sínum fyrir knattspyrnuna, að það verður að grípa til ráða sem duga og að það þurfi að vera stórskotalið í þeirri stórorrustu sem framundan verður að eiga sér stað á því sviði þjóðlífsins, sem þjóðin sjálf hefur hvað eftir annað talið það mikilvægasta í undirskriftasöfnun og skoðanakönnunum.  

Ferill Björns Zoega sýnir að nú er að duga eða drepast og blása til sóknar út úr því ömurlega ástandi, sem nú ríkir. 


mbl.is Björn Zoëga ráðgjafi Willums
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að vita að Björn og Willum munu breyta vatni í vín þessi jólin!

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 14.12.2021 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband