16.12.2021 | 07:49
Eysteinn Jónsson og Birgir Kjaran voru meðal brautryðjenda í friðunum.
Í viðtengri frétt á mbl.is greinir frá málaferlum vegna afsals lands frá ellefu jörðum í Kelduneshreppi í Norður-Þingeyjarsýslu til Sandgræðslu Íslands 1939.
Nafni Sandgræðslunnar var síðar breytt í Landgræðslu Íslands og þegar félagið Landvernd var stofnað var eitt höfuðstefnumál þess að stuðla að landgræðslu og vexti og viðgangi Landgræðslu Íslands.
1939 voru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur í stjórn ásamt Alþýðuflokki, og var þjóðin kölluð Þjóðstjórn og mynduð á sem breiðustum grundvelli vegna hættu á allsherjarstríði í Evrópu, sem hófst rúmum mánuði fyrir friðun landsins í Kelduneshreppi.
Ekki ósvipaður grundvöllur ríkisstjórnar og nú er.
Þegar tíminn leið eftir stríðslok komust tveir af forystumönnum Sjalla og Framsóknar til áhrifa í Náttúruverndarráði eftir að það var stofnað og beittu sér ötullega fyrir friðun verðmætra staða og svæða í náttúru Íslands.
Þetta voru þeir Birgir Kjaran þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Eystinn Jónsson, sem var fjármálaráðherra 1934-1942 og 1947-1860 og var eftir það varaformaður Framsóknarflokksins og loks formaður flukksins og Forseti Sameinaðs Alþingis.
Á árum hans í Náttúruverndarráði voru fleiri staðir friðaðir og / eða settir á Náttúruminjaskrá en nokkru sinni á síðustu öld.
Og á ellefu hundrað ára afmæli landnáms, sem haldið var hátíðlegt á Þingvöllum með hátíðarfundi Alþingis þar sem samþykkt var svonefnd þjóðargjöf til Landgræðslunnar.
Það gæti verið hollt fyrir núlifandi Íslendinga að hafa framlag og baráttu Eysteins Jónssonar og Birgis Kjarans í huga, áhrifamanna í þeim flokkum sem á þessari öld virðast hafa gleymt afrekum þessara tveggja manna.
Ríkinu var dæmt landið og veiðiréttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.