Fyrstu fréttirnar frá Svíþjóð voru óvænt hrollvekja. Ósk um gleðilegt ár.

Þegar fréttir bárust af fyrstu bylgju COVID-19 í Svíþjóð bárust til Íslands hrukku margir Íslendingar meira við en fréttirnar frá Ítaliu og New York.  

Ástæðan var sú, að með þessum sænsku fréttum var myndin af Svíþjóð sem forysturíki í heilbrigðis- og velferðarmálum á heimsvísu rifin í tætlur og í staðinn komin mynd af ráðþrota læknum og hjúkrunarfólki sem valdi af handahófi sjúklinga úr hópi þeirra sem þyrftu á gjörgæslu að halda en yrði samt að víkja í burtu. 

Og þar að auki sú mynd, að best væri að gera sem minnst í þessum málum, heldur lofa þessari farsótt að hafa sinn gang sem fyrst svo að hjarðónæmi kæmist sem fyrst á. 

Þegar tölurnar um úbreiðslu covid núna hér á landi eru skoðaðar, sést hve teflt er á tæpt vað og veðjað á "happ á tæpri skör."

Vonandi fer allt vel og óhætt að óska öllum gleðilegs árs með þökkum fyrir allt gamalt og gott. 

 


mbl.is Líkur á fleiri innlögnum aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er almennt viðurkennt að Svíum tókst ekki að vernda viðkvæma hópa í upphafi faraldursins.  En það breytir því ekki að heilt á litið er dánartíðni af völdum Covid19 í Svíþjóð lægri þar en í öðrum löndum, af sambærilegri stærð, sem beittu mjög hörðum sóttvarnaraðgerðum.

Belgía og Svíþjóð eru jafnfjölmenn lönd með svipað öflug heilbrigðiskerfi.  Svíar hafa náð að lifa nær eðlilegu lífi undanfarin 2 ár á meðan Belgar læstu þegna sína inni mánuðum saman í gríðarlega hörðum aðgerðum.  Samt létust helmingi færri Svíar en Belgar. 

Afleiðingar harðar sóttvarnaraðgerða eiga síðan eftir að koma í ljós hjá langveikum, skólabörnum, efnahag og fólki með geðræn vandamál.

Karl Thoroddsen (IP-tala skráð) 1.1.2022 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband