9.1.2022 | 08:18
Dreifing og nýting mannafls og tækja virðist aðalatriðið.
Tilfærsla á mannafla og nýting tækja virðist vera aðal púsluspilið í stríðinu við kórónuveiruna.
Dæmið um Klínik, þar sem um sinn verður frestað liðskiptum er gott dæmi um þetta.
Áður en heimsfaraldurinn skall á var hið stóra og flókna heilbrigðiskerfi notað til að reyna að dreifa verkefnum þannig að sem fæstir flöskuhálsar mynduðust.
Umfang faraldursins hefur riðlað þessu og megin undirliggjandi ástæða er það áralanga svelti, sem tölur OECD sýna að íslenska heilbrigðiskerfið hefur verið hefur orðið fyrir og fyrirsjáanleg öldrun þjóðarinnar hefur átt þátt í.
Á svipaðan hátt og þetta svelti stóð yrir árum saman þarf nokkur ár til að ná aftur endum saman á ný.
Langir og lengdir biðlistar út um allt kerfið, sem oft er gripið til af handahófi, er greinilega óviðunandi ástand.
Gæti verið þörf á frekari liðsauka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.