Kerfi með aksturstengingu ætti að virka í nýjustu tölvutækni.

Eftir að stungið hefur verið upp á því hér á síðunni að nota nýjustu tölvutækni til að bílaeigendur geti borgað opinber gjöld af bilum í samræmi við ekna kílómetra, er það fagnaðarefni að fjármálaráðherra skuli nú viðra slika hugmynd. 

Þetta er skásta leiðin til þess að fólk geti skipulagt bílaeign sína og not af þeim á sem hagkvæmastan hátt á alla lund. 

Sem dæmi má nefna notkun síðuhafa á rafknúnu léttbifhjóli og minnsta rafbíl landsins í sem mest af akstri sínum, en eiga samt einn lítið ekinn en öflugan og léttan og sparneytinn jöklabíl. 

Gjöld til ríkisins vegna aksturs þess bíls í vegakerfinu hafa hins vegar verið margfalt meiri en sanngjarnt er, miðað við hinn litla akstur þess bíls. 

Hjá öðrum gæti akstur með tilliti til ekinna kílómetra falist í svipaðri eign, þar sem stærri bíllinn væri aðeins notaður í akstur sem krefst stærri bíls, en niðurstaðan yrði oftast eins og reyndin varð í Noregi, að rafbíllinn, smár og fyrirferðarlítill í borgarakstri, varð að bíl númer eitt varðandi ekna kílómetra, en stærri bíllinn númer tvö þegar stærri bíl þurfti.  


mbl.is Aflestur á kílómetrastöðu kemur til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt skal skattlagt og hið opinbera skiptir sér að öllu og engu. 

Þetta er lélegt hugmynd.

Helgi (IP-tala skráð) 13.1.2022 kl. 15:03

2 Smámynd: Hörður Þormar

Fjölgun fólksbíla sem nota rafmagn hlýtur fyrr en síðar að draga umtalsvert úr sölu bensíns og olíu, önnur skattlagning á þessi farartæki er því óhjákvæmileg. Spurningin er bara sú, hvort gjöld á bensín og olíu verði lækkuð eða lögð niður. Það er afar ósennilegt.

Hörður Þormar, 13.1.2022 kl. 18:11

3 identicon

Ómar, virðist rökrétt að greiða eftir notkun ef þetta verður vel útfært.

magnús marísson (IP-tala skráð) 13.1.2022 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband