Einstakt samband Margrétar Danadrottningar við Íslendinga.

Á æskuárum Margrétar Danadrottningar voru dönsk vikublöð mjög mikið seld og lesin á Íslandi, enda Danakonungur líka konungur Íslands allt til 1944.  

Þar skipaði danska konungsfjölskyldan stóran sess og íslenskir jafnaldrar Margrétar fylgdust af áhuga með þessum jafnaldra sínum í Kaupmannahöfn. 

Í augum íslenskra drengja rifjaðist það upp aftur og aftur við lestur ævintýra þess tíma, að Margrét var dóttir ríkisarfa Íslandskonungs allt til 1944. 

Þótt sambandið við Dani litaðist lengi af sjálfstæðisbaráttu Íslendinga voru sum samskipti þjóðanna einstök á heimsvísu. 

Enginn maður lét lífið í sjálfstæðisbaráttunni og helsti leiðtogi Íslands var á launum hjá danska ríkinu vegna gríðarlegra þekkingar hans á norrænum menningararfi. 

Friðrik Danakonungur kom í vel heppnaða opinbera heimsókn til Íslands 1955 og dóttir hans í enn glæsilegri heimsókn þegar hún gat orðið ríkisarfi Danmerkur. 

Í tengslum við þá heimsókn var ákveðið að gefa hinni nýju Drottningarbraut sitt nafn. 

Annað íslenskt fyrirbæri er varð líka nefnt í tengslum við opinbera heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til Danmerkur, en það er heitið "Kryddsíld" á áramótaspjallþætti Stöðvar tvö.  

Því heiti fylgir ákveðinn húmor, því að í kynningu á sérstökum fundi Margrétar og Vigdísar þar sem sagt var myndu fara fram fjörlegar og hreinskiptar umræður. 

Notað var orðið "krydsild" um það efni, en íslenskur blaðamaður misskildi orðið og greindi frá því að kryddsíld yrði á borðum!   

 


mbl.is Margrét Þórhildur drottning í 50 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband