Enn eitt stórmótið þar sem mannfæðin háir Íslendingum.

EM 2022 er enn eitt stórmótið, þar sem mannfæðin háir íslenska liðinu þegar líður á mótið. 

Í sumum fyrri mótanna þurfti að keyra svo mikið á bestu mönnunum, að þeir gátu ekki annað en byrjað að þreytast. Var Guðmundur Guðmundsson til dæmis gagnrýndur fyrir þetta, en honum var vorkunn; stórþjóðir eins og Þjóðverjar og Frakkar voru með þvílíkt mannval, að allir voru alltaf lykilmenn. 

Nú bregður svo við í þessu móti að þessi gamli draugur ber enn að dyrum, en nú á þann hátt að salla niður of marga lykilmenn í farsótt til þess að hægt sé að viðhalda ferskleika liðsins allar 60 mínúturnar. 

Það gerðist smám saman í síðari hálfleik, og líktist því fyrirbæri í 400 og metra hlaupum, þegar síðasta beygjan er erfiðasti kaflinn. 

Siðuhafi man eftir einu slíku atviki í landskeppni hjá íslenska liðinu, þegar einn íslenski hlauparinn virtist við það að hníga niður í lok síðustu beygjunnar. 

En þá gerðist hið ótrúlega að hann snarlifnaði við og tók þennan litla rosasprett í markið. 

Þetta var fyrirbæri sem kennt er við adreanalín.  Viðsnúningskaflarnir tveir hjá íslenska liðinu í dag var dálítið í ætt við þetta.   

Nú segja menn, að sumir "varamenn" sem Guðmundur hefur notað síðustu daga hafi reynst vera fyllilega jafnokar "lykilmannanna" sem voru smitaðir. 

En það breytir ekki aðalatriðinu, að þurfa ekki að keyra leik eftir leik á sömu fáu mönnunum heldur að hafa á að skipa leikmönnum í hæsta klassa, sem verða samt að fá nauðsynlega hvíld. 


mbl.is Grátlegt tap gegn Króatíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband