Köldustu dagar ársins að meðaltali eru í kringum 20. febrúar.

"Nú er frost á Fróni", frýs í æðum blóð...". Svona hefst helsta vetrarlag Íslendinga og ber heitið Þorraþræll, en það er síðasti dagur þorrans, seint í febrúar. 

Þegar litið er á línurit yfir meðalhita á Íslandi, sést, að línan er lægst í kringum 20. febrúar en hæst í kringum 20. júlí. 

Einnig sést að lína yfir loftþrýstings fer lægst í janúar, en hæst í maí, og línan sem sýnir meðaltals ´úrkomu liggur lægst í maí. 

Það, að lægsti meðal loftþrýstingur á jörðinni er að jafnaði suðvestur af Íslandi í janúar og lægsti hitinn í febrúar, sýnir, að veðurlagið þessa dagana og að undanförnu er fullkomlega eðlilegt. 


mbl.is Stöku él og kalt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Dagen lenges, vinteren strenges" segir víst danskt máltæki.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 16.2.2022 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband