Tvennt þarf oft að fylgja kústinum: Skófla, jafnvel tvær; og snjóskafa.

Í nýlegum pistli var fjallað um fjölhæfasta verkfærið sem bílstjórar þurfa að hafa við hendina þegar mikið snjóar; en það er einfaldlega venjulegur strákústur. DSC09986

Sýnt var hve margfalt meiri afköst náðust við að sópa snjó af bílnum en með öðrum verkfærum, og jafnvel fljóast að sópa snjó á jörðinni. 

En í umhleypingun eins og eru núna getur snjórinn verið af misjöfnu tagi, þannig að kústur vinnur ekki almenniega á honum. Ef hitinn breytist úr því að vera rétt ofan við frostmark í það að vera neðan frostmarks, getur lausasnjór breyst í hjarn eða það þéttan snjó að aðeins skófla vinnur almennilega á honum. DSC09983

Og ef velja á sem allra fjölhæfast verkfæri getur þurft sterka malarskóflu eða stunguskóflu, sem oft er fyrirferðarminni en snjóskófla og getur unnið á klaka. 

Myndirnar hér á síðunni eru af því þegar mokaðir voru út þrír bílar af stóru bílastæði. 

Þar er tveimur verkfærum stillt upp við minnsta bíl landsins, þar sem þær smellpassa inn í bílinn eins og sýnt var um daginn. 

Einnig sést hvað kústurinn er fljótvirkur á stórum flötum eins og þökum og húddum, en við hliðina á bílnum er snjórinn hins vegar það mikið samanbarinn, að best er að nota skóflu, sem sniðtæki til að búa til snjóferninga fyrir moksturinn.  DSC09985 


mbl.is Slydda eða snjókoma og hiti í kringum frostmark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Berst á móti bræðslu á áli,

bjargar Ómar landi og sjó

og lýsir oft í löngu máli

lit og þykkt og bragði af snjó.

Davíð Hjálmar Haraldsson (IP-tala skráð) 16.2.2022 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband