"Stjórnmál eru list hins mögulega."

Ţessi gömlu spekiorđ eru oft notuđ til ţess ađ útskýra gjörđir og sviptingar í stjónmálum, sem erfitt ar ađ skilja. 

Pólitík Macciavellis sem birt var í frćgri bók, ţótti ansi hranaleg um margt, en á bak viđ hana var víđa gamla kennisetningin um ađ tilgangurinn helgađi međaliđ. 

Innrás Pútíns í Úkraínu lyktar af smá örvćntingu manns, sem setti sér ákveđiđ markmiđ um endurreisn fyrra valdis Sovétríkjanna og keisaraveldis Rússlands ţar á undan. 

Tíminn hefur liđiđ hratt frá ţví ţegar Pútín tók viđ völdum fyrst, og ţessi framtíđarsýn virđist enn lengra burtu í augum hans núna en hún var í fyrstu. 

Ţví veldur, ađ hann hefur ekki skynjađ ţá breyttu tíma sem hefur getiđ af sér ásókn eftir vestrćnu lýđrćđi í fyrrum kommúnistaríkjum, sem voru leppríki Rússa í gervöllu Kalda stríđinu. 

Ţótt ţau ríki vćru aldrei alveg fullvalda á tímum leppstjórnanna, er stórveldiđ Rússland međ innrás í Úkraínu í raun ađ ráđast í fimmta sinn á nágrannaríki til ţess ađ steypa af stóli ríkisstjórn međ alţjóđlegri viđurkenningu á ţví ađ vera ríkisstjórn ţess lands. 

Hin fjögur ríkin ţar sem rússneskt hervald steypti í raun ríkjandi ríkisstjórn voru Ungverjaland 1956, Tékkóslóvakía 1978, Pólland 1980 og Afganistan 1979. 

Pútín er bćđi orđinn fastur í ţví ađ ţađ sé eđlilegt ađ ţetta sé svona og horfir líka á valdatíma sinn vera ađ nálgast endapunkt. 

Ţess vegna býst Macron Frakklandsforseti viđ ţví versta eftir símtal frá Pútín.  


mbl.is Macron býst viđ ţví versta eftir símtal frá Pútín
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, innrásin í Tékkóslóvakíu var 1968, ekki 1978. Svo vildi til ađ ţá var Kópavogsbíó ađ (endur)sýna Bond-myndina From Russia with Love. Presturinn í Kópavogi, sem ţá var ađeins einn, Gunnar Árnason frá Skútustöđum, bođađi til messu í kirkjunni ţar sem beđiđ var fyrir Tékkum. Ţá mćtti fólk sem annars fór ekki í kirkju.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráđ) 4.3.2022 kl. 14:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband