17.3.2022 | 23:25
Rafreiðhjól á negldum dekkjum hefur reynst öruggast í hálkunni.
Síðuhafi hefur í tæp sjö ár notað negld dekk á rafreiðhjólinu Náttfara með svo góðum árangri, að komið hafa dagar þar sem þetta 30 kílóa reiðhjól var með lang öruggasta gripið í því færi, sem þá var.
Mestu munar um það, hve mjóg og löng gjörðin er, þannig að með hjálp gróinnar reynslu frá æskuárum er stýring hjólsins sérlega auðveld og stöðugleiki og rásfesta oft lygileg.
Mótbárur gegn notkun negldra dekkja á bílum eiga ekki við á svona léttum hjólum, sem vega með knapa aðeins um 5 prósent af þunga myndarlegs rafbíls með farþega.
Þar að auki eru hjólin að mestu notuð á hjóla- og göngustígum í stað þess að vera á götunum sjálfum.
Á samgöngutækjum síðuhafa eru tvö léttbifhjól, sem líka er hægt að negla, en er bæði dýrara og gefur ekki jafn mikinn stöðugleika og rásfestu og rafreiðhjóladekkin.
Þegar svo ber undir að nota þurfi stærra rafknúið tæki er tveggja sæta rafbíll, umhverfistvænsti bíll landsins, með 70 prósent þungans á drifhjólunum að aftan, tiltækur, og er með nógu mikilli veghæð og drifgetu á ónegldum hjólbörðum.
Allar rafskúturnar negldar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar, það er gaman að lesa um hvað þú ert duglegur að hjóla úti í þessu líka ömurlega færi. Ég hjóla líka svolítið en nota bara minn náttúrulega mótor og er líka á negldum eins og þú en hjólið heitir Cannondale Toppstone Lefty. En nafnið Lefty helgast af því að framm dekkið er fest á einn dempara í stað gaffals og er því léttara en ef það væru tveir demparar á gaflinum. Gjarðirnar eru svo framleiddar úr óhreinu áli, kannski brætt hér á Íslandi en stellið er úr Koltrefjum.
Rafn Haraldur Sigurðsson, 18.3.2022 kl. 06:46
Sæll Ómar
Vissulega er mikill munur á þyng á rafbíl og reiðhjóli og má því sannarlega halda því fram að álag þeirra á gatnakerfið sé ekki það sama.
Hins vegar eru nákvæmlega sömu rök fyrir notkun nagla, hvort heldur um bíl eða reiðhjóli er að ræða. Öryggi.
Kveðja
Gunnar Heiðarsson, 18.3.2022 kl. 08:20
Sæll Ómar. Hvaða tegund eru dekkin undir rafbílnum.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 18.3.2022 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.