Hefur blasað við í áratugi.

Sú tala, að nagladekk slíti götunum minnst 20 sinnum meira en önnur, sem nú er birt, hefur í raun blasað við borgarbúum í áratugi tvisvar sinnum á hverju ári. 

Ef fólk verður duglegt við að taka skipta nagladekkjunum út nú í vetrarlok minnkrar svipryksmyndunin og þar með slitið svo hratt, að þeir sem aka til dæmis í austanverðri borg, verða þess varir á mjög áberandi hátt; allt í einu verða ökutæki ekki löðrandi í tjöru að framanverðu. 

Og síðan kemur breytingin í hina áttina alveg lygilega hratt þegar nagladekkin eru sett á í vetrarbyrjun. 

Í öllum tölum um meira grip nagladekkjanna en hinna er aldrei mælt né minnst á hve hemlunar- og gripgeta minnkar mikið yf8r allan ökutækjaflotann við það að bæði gatnakerfið og bílarnir verða löörandi í sleipri tjörunni þegar votviðri er. 

Í slíkum skilyrðum vex slysa- og árekstrartíðni. Gott dæmi er það þegar jöklabílstjórar stansa á leið sinni til fjalla út af malbikaða vegakerfinu. 

Þá er stansað og tjaran hreinsuð af dekkjunum með tjöruhreinsi til þess að auka grip hinna tjörulöðruðu dekkja.  

Í viðtengdri frétt er því lýst ágætlega hve mikill eltingaleikur við skottið á sér er í gangi hjá þeim borgarstarfsmönnum, sem reyna að minnka slit og svifryk á gatnakerfinu. 

Síðuhafi hefur prófað það undanfarna vetur að vera á ónegldum góðum vetrardekkjum á veturna og aldrei lent í neinum vandræðum.  

Þótt viðurkennt sé að fyrir suma, sem þurfa að aka út frá borginni geti negld dekk verið nauðsynleg í vissum aðstæðum, hefur lengi legið fyrir, að notkun negldra dekkja innan borgar er að mestu óþörf. 

 


mbl.is Nánast vonlaust að sópa á nagla­dekkja­tíma­bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvaða rannsókn styður þá fullyrðingu að nagladekk slíti götum 20 sinnum meira en ónelgd snjódekk?  Hver sem er getur komið fram með fullyrðingar um hvað sem er, en það gerir það samt ekki að sannleik. 

Á tíunda áratug síðustu aldar gerð svíar miklar rannsóknir á nagladekkjum og saltnotkun. Niðurstaðan var að á ósöltuðum götum var lítill munur á sliti malbiks, hvort heldur var ekið á eða án nagla. Hins vegar var mikill munur á sliti malbiks á söltuðum götum og ósöltuðum. Þar breytti litlu hvort naglar voru í dekkjum eða ekki. 

Vandamál gatnakerfisins er þríþætt. Í fyrsta lagi óheyrilegur saltaustur, í öðru lagi lélegt og þunnt lag malbiks, auk þess sem undirlag er ekki lagað sem skyldi þegar malbik er endurnýjað. Og í þriðja lagi sóðaskapur. Götur eru ekki þrifnar svo stundum er eins og um malarvegi að fara, möl og grjót eru mestu óvinir malbiks

Hugmyndir um að skattskilda nagladekkjanotkun er fráleit. Hvernig á að fara með þá sem þurfa að sækja sér þjónustu til borgarinnar, utan af landi? Eigum við að stoppa við borgarmörkin og skipta um dekk? Þetta er ekkert nema dulbúinn skattur! 

Mun frekar ætti að banna salt á götur og samhliða því lögskilda nagladekk.

Gunnar Heiðarsson, 17.3.2022 kl. 08:44

2 identicon

Banna salt á götum?  Það heimskulegasta sem ég hef heyrt lengi.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.3.2022 kl. 09:41

3 identicon

Ég bý í Þingeyjarsýslu og keyri nær eingöngu utan þéttbýlis og margar ferðir til Reykjavíkur á hverjum vetri. Ég hef ekki notað nagladekk síðastliðin 15 ár og tel þau algerlega óþörf. Nota góð vetrardekk ónegld. Örfáa daga á ári gætu nagladekk verið til bóta, en því mæti ég með því að keyra aðeins hægar þegar þannig stendur á. Nagladekkin eru stórlega ofmetin.

Konráð Erlendsson (IP-tala skráð) 17.3.2022 kl. 11:01

4 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Þjóðverjar hafa bannað notkun nagladekkja og einnig að salta götur í áratugi vandkvæðalaust.  Á hinn bóginn leggja yfirvöld mikla áherslu á að ekið sé á góðum ónegldum vetrardekkjum að vetri til og fylgja því vel eftir. Tekið skal fram að Þjóðverjar búa oft við mikið vetrarríki eins og Íslendingar.  Götur í Þýskalandi eru að öllu jöfnu með mun slitsterkara yfirborð en hérlendis.

Við ættum að líta til Þýskalands í þessum efnum.

Daníel Sigurðsson, 17.3.2022 kl. 13:18

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvar eru þessi dekk úr kvikmyndunum sem breyta um eðli þegar ökumaður ýtir á takk? 

Þetta með að ein stærð passi öllum er aðallega notað um húfur og barnaföt.

Geir Ágústsson, 17.3.2022 kl. 21:20

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Mig langar að biðja þig Ómar að keyra FÍfuhvammsveg til austurs frá Smárahvemmsvegi að Smáralimd.

Þarna ertu að aka á 14 cm þykkri steypu sem er um tuttugu ára gömul. Umferðartölurnar hef ég ekki en víst er að traffíkin er þarna gífurleg.

Taktu eftir því að það sér varla slit á yfirborðinu. Þar með engin tjara til að hreinsa af dekkjunum eða ekkert svifryk til að sópa burt.

Hvar finnurðu malbik af sömu þykkt og aldri?  Og þetta kostaði ekki meira en malbik þegar þetta var steypt.Ég veit það af því að ég vann við þetta á sinni tíð. 

Græjurnar eru enn til í landinu held ég.

Það er enn hægt að gera svona götur. 

Halldór Jónsson, 17.3.2022 kl. 22:27

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég vil fá að keyra á nöglum mér  til vellíðunar  . Borga fyrir það sanngjsarnt verð. 

Halldór Jónsson, 17.3.2022 kl. 22:30

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samkvæmt upplýsingum Ólafs Guðmundssonar er malbikið hjá borginni 5 sem þynnra en tíðkast.  Ólafur bendir, eins og þú, á malbikið á Reýkjavíkurflugvelli sem er þykkara. 

Þar að auki var, þegar ég vissi síðast til, flutt inn tjara alla leið frá Venezuela og hafnað tilboði um tjöru frá Rússlandi, sem er mun betra og er notað í Noregi og Svíþjóð. 

Ofan á allt er grýtið hér úr lélegu íslensku efni. 

Banaslys á Kjalarnesi var sannanlega af völdum rangrar meðferðar við lagningu slitlagsins, en engin eftirmál virtust vera eftir það.  

Ómar Ragnarsson, 17.3.2022 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband