Enginn myndi græða, heldur allir tapa á Tævanstríði.

Nú þegar blasir við að Úkraínustríðið mun valda gríðarlegu tjóni, ekki bara í Austur-Evrópu, heldur um allan heim.  

Þar með er viðfangsefni þjóðarleiðtogaanna að reyna að minnka tjónið og forðast að efna til æsinga. 

Kínverjar reyndu að fela það sem mest þegar þeir leyfðu svokölluðum sjálfboðaliðum að streyma yfir landamæri Kína og Kóreu þegar hætta var orðin á því að her Sþ næði allri Kóreu undir sig. 

Það tókst að forðast beina stríðsþátttöku Kínverja og semja harðsótt vopnahlé.  


mbl.is „Enginn græðir á þessu stríði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Með því að taka Tæwan, verður Kína fullkomnað.  Óháð hvað það kann að kosta.  Alvöru kommúnistum er sama hvað allt kostar.  Allt er bara völd, yfirráð.

Þetta mun gerast.

Ásgrímur Hartmannsson, 19.3.2022 kl. 00:52

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

If you can´t beat them, join them.

eða öllu heldur í dag:

If you can´t beat them, buy them.

Jónatan Karlsson, 19.3.2022 kl. 09:25

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hið þúsunda ára gamla stórríki munar ekkert um að gefa sér til tíma í 17 ár í viðbót, til 2149. Þá verða liðin rétt hundrað ár frá sigri kommúnista yfir þjóðernissinnum Chang Kai Chek á meginlandinu og væntanlega tilvaldið að halda upp 

Ómar Ragnarsson, 19.3.2022 kl. 13:06

4 identicon

Það eru alltaf einhverjir sem græða á stríði.  Það er bara sjaldnast talað um þá, sem græða feitt á stríðum, t.d. olíuframleiðslueigendur og vopna- og hergagnaframleiðslueigendur, auk helstu seðlabankaeigenda.  Auk stórfyrirtækja á sviði uppbyggingar eftir að búið er að sprengja allt í kalda kol.  Stríð eru viðurstyggilegasta gróðrarstía græðgi fárra og eymdar flestra.  Eykir misskiptingu og sundurtraðkar almenna hagsæld.  

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 19.3.2022 kl. 14:29

5 identicon

Kína hefur aldrei verið eitthvað landvinningarríki.  Tvær misheppnaðar innrásir í Japan og eihverjar misheppnaðar innrásis í Koreu og Víetnam.  Einu heppnuðu landvinningar þessa fjölmennasta ríkis mannkynsögunnar voru Tíbet eða undir stjórn mongóla.

Þeir hafa hins vegar verið ítrekað yfirteknir af miklu smærri og valdaminni þjóðum, mongķlum, vesturlöndum og Japan.  Kìnaveldi gæti litið út fyrir að vera rándýr en þetta er sauðmeilaus grasbítur.

Bjarni (IP-tala skráð) 19.3.2022 kl. 14:44

6 identicon

Einhver spakur maður var að halda því fram að skriðdrekarnir sem sækja fram yfir akra Úkraínu munu gefa frá sér koldíoxíð sem eykur kornuppskerunafoot-in-mouth.

Svo má bæta því við að Rússar munu vera komnir þangað með færanlega líkbrennsluofnayell.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 19.3.2022 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband