24.3.2022 | 00:46
Víðernin, flókið og yfirgripsmikið mál. "Vistkerfi - landslagsheildir - afturkræfni."
Fjölbreytt vinna hefur verið unnin í skorpum hér og þarr við skilgreiningu óbyggðra víðerna í áratugi og lengst af hafa álitamálin virst endalaus.
Til dæmis voru farnir miklir leiðangrar til þess að mæla með gps tækjum alla merkta og viðurkennda slóða á hálendinu, og var ekki fundin endanleg niðurstaða með meiri nákvæmni en svo að þessir slóðar væru minnst 20 þúsund kílómetrar - en hugsanlega nokkur þúsund kílómetrrum lengri!
Fyrir um tveimur áratugum kom einn þekktasti sérfræðingur heims um landslagsheildir hingað til lands og hélt fyrirlestur um það efni.
Þá voru landslagsheildir hluti af heildaryfirsýn þar sem aðalatriðin voru þrjú: Vistkerfi - afturkræfni - landslagsheildir.
Ótrúlega fljótt fyrntist yfir vísdóm Steinitz hjá landanum, það féll ekki í kramið hjá landanum að einhver spekúlant úti í heimi væri með einhvers konar fræðisetningar um nátturuverndar- og umhverfismál.
Víðerni Íslands skilgreind nákvæmlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.