Mánaðar gömul stríð komin mislangt á veg.

Nú er réttur mánuður síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Dagana á undan höfðu menn verið að velta vöngum yfir hugsanlegu stríði, sem fáir áttu þó von á. 

Ekki þarf annað en að líta á landakort til að sjá, að miðað við vegalengdir í Úkraínu var tiltölulega stutt frá rússnesku landamærunum til höfuðborgarinnar Kænugarðs og flaug fyrir í fjölmiðlum að Rússar væru með áætlun um að vera komin með borgina í herkví og jafnvel á sínu vlldi á örfáum dögum, innan við viku. 

Nú er liðinn mánuður frá upphafi stríðsins, og gangur stríðsins hefur komið á óvart fram að þessu hvað snertir vandræðagang Rússa.

Þess má geta til samanburðar en að stríði Þjóðverja við Pólverja í september 1939 var í raun lokið eftir þrjár vikur og Varsjá endanlega fallin innan viku eftir það. 

Stríðsgæfan er fallvölt. 4. ágúst hófu Þjóðverjar Fyrri heimsstyrjöldina með því að ráðast inn í Belgíu og brunuðu í átt til Parísa samkvæmt svonefndri Schlieffen áætlun sem átti að tryggja skjótan sigur. 

Moltke hershöfðingi Þjóðverja fór hins vegar á taugum við að framkvæma hina djörfu snilldaráætlun út í ystu æsar, og sóknin stöðvaðist 14. september. 

Hið raunverulega stríð breyttist úr því að vinna úrslitasigur á vesturvígstöðvunum á innan við sex vkum og vera kominn með herinn heim fyrir jól í það að verða að þrátefli í fjögur ár. 

Innrás Rússa í Afganistan 1979 breyttist í sex ára martröð taps fyrir Rússa og fimmtán árum eftir það léku Bandaríkjamenn svipaðan leik í landinu, sem hendaði sneypulegri brottför tutugu árum síðar. 

 


mbl.is Tsjúbaís hefur yfirgefið Kreml og Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar,

"Nú er réttur mánuður síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Dagana á undan höfðu menn verið að velta vöngum yfir hugsanlegu stríði, sem fáir áttu þó von á."

Þar sem að stjórnvöld í Úkraínu hafa aldrei farið eftir Minsk 1. friðarsamkomulaginu, nú og hvað þá Minsk 2. friðarsamkomulaginu, heldur hafið hvert stríðið á fætur öðru síðast liðin 8 ár.  
Þetta stríð byrjaði EKKI fyrir nokkrum dögum síðan, heldur fyrir meira en 8 árum síðan, þú? Þú verður að athuga það að allt þetta stórkostlega stuðningslið fyrir Úkraínu núna hefur aldrei einu sinni grátið (hvað þá með góðum hráum hvítlauk) eða hvað þá einu sinni óvart slysast til þess að mótmæla þessu stríði þarna í austurhluta Úkraínu, ekki fyrr en rússneskur her hóf þessar hernaðaraðgerð eða stríð gegn Úkraínu.
Stjórnvöld í Úkraínu eru og hafa verið á þeirri skoðun að þau hafi fullan rétt á því að drepa yfir 14.000  manns, er þau kjósa að nefna sérstaklega "aðskilnaðarsinna", en Rússar eiga EKKI að hafa nein rétt á verja sitt rússnesku ættað fólk þarna, eða hafa ALLS EKKI leyfi til þess að reyna stöðva allar þessar hreinsanir, ekki satt þú?
KV.


Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.3.2022 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband