Sérkennilegt ástand í Rússlandi.

Vladimir Pútín fyrirskipaði innrás Rússlandshers í Úkraínu og er því sakaður um að bera ábyrgð á voðaverkum hersins, eins og ummæli Bidens báru með sér. 

Það liggur líka ljóst fyrir að á valdaárum Pútíns hefur það andófsfólk, sem Pútín hefur þótt ógn við sig, forystumenn stjórnarandstöðu, áhrifamiklir blaðamenn og menn úr röðum leyniþjónustunnar, sem Pútín hefur talið svikara við sig, týnt tölunni í skotárásum og eitrunum eða sloppið naumlega úr lífláttilraunum. 

En nú virðist Pútín, þrátt fyrir handtökur og fangelsanir, ekki vera í jafn góðri aöðstöðu og áður til að beita fyrrnefndum meðölum til að hræða þjóð sína til fylgis við sig og stefnu sina. 

Hann verður því að forgangsraða og láta grimmar hömlur á fjölmiðlun og stórauknar refsingar á því sviði hafa forgang, því að það væri að æra óstöðugan að beita alla óþæga valdi og að mörgu leyti ekki gerlegt. 

Niðurstaðan er því dálítið sérkennilegt ástand, sem birtist meðal annars í ávarpi Arnolds Schwarzenegger á Twitter. 


mbl.is „Þetta er ekki stríð rússnesku þjóðarinnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég trúi ekki öðru en að Pútín muni verða fordæmdur af komandi kynslóðum í Rússlandi, rétt eins og Hitler er fordæmdur af flestum núlifandi Þjóðverjum.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 28.3.2022 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband