Dugar nýtt "give us the tools and we will finisn the job"?

Á árinu 1940 stóð Franklin Delano Roosevelt í erfiðri kosningabaráttu á tíma þegar sú skoðun var útbreidd í landi hans, að Bandaríkin ættu að einangra sig frá styrjöldum, og varð Roosevelt þvi að sigla mjög milli skers og báru, ekki hvað síst vegna þess að hann sóttist eftir að brjóta þá hefð að forsetar BNA sætu ekki fleiri en tvö kjörtímabil í embætti. 

Áhrifamiklir menn, svo sem Joseph Kennedy, sendiherra í London, voru svartsýnir á stöð Breta í stríðinu gegn Hitler og töldu jafnvel skást, að Bretar semdu við Þjóðverja. 

Þegar Bretar héldu velli í Orrustunni um Bretland skorti þá mjög vopn til að halda barátunni áfram og biðlaði Churchill mjög til Roosevelts um að láta Breta hafa vopn og mælti fleyg orð: 

"Give us the tools and we will finish the job."

Staðan í Úkraínu nú minnir talsvert á þetta, nema að hugsanlega er miklu meiri tímapressa í málinu en var hjá Bretum 1940. 

Roosevelt varð að bíða af sér kosningarnar í árslok 1940 en sagði þó, að BNA væri vopnabúr lýðræðisins. 

Núna, rétt eins og 1940, leikur vafi á því hvort vopnagjafir til Úkraínumanna muni duga, og að stríðið sé tapað.  

Í pistli á undan þessum var minnst á Vietnam og Afganistan frá síðustu öld og Spán frá tímum Napóleons sem dæmi um lönd, sem landvinningaþyrstum stórveldum tókst að vísu að vinna hernaðarsigur í, en töpuðu stríðinu samt á endanum. 

Við það hefði mátt bæta Alsír á árunum kringum 1960, þar sem Frökkum reyndist ómögulegt að vinna stríðið alveg og urðu á lokum að gefa því landi frelsi.  


mbl.is Bretar senda fleiri vopn til Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Í byrjun innrásar Ŕússa inn Úkraínu voru gámar af loðnu sendir til Ķænugarðs. Þeir náðu aldrei þangað. Borið var við að greiðslur vantaði. Sel þessa sögu ekki dýrar en ég keypti hana. Enn er hægt að senda loðnu eða aðrar fiskafurðir. Vantar bara samstöðu? Forystu, þá væri málið í höfn? 

Vopnabúr fæðu öryggis. Úkraína með hveiti og Ísland með fiskafurðir.

Sigurður Antonsson, 8.4.2022 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband