Einstein: "Fjórða heimsstyrjöldin verður háð með grjótkasti og spýtum."

Albert Einstein var aldrei sáttur við það að hafa staðið að smiði kjarnorkuvopnga. Sagt er, að hann hafi verið spurður um hættuna á þriðju heimsstyrjöldinni, á hann að hafa svarað því til kaldhæðnislega, að erfitt væri að svara því nákvæmlega, en hitt vissi hann, að ef fjórða heimsstyrjöldin yrði háð með grjótkasti og spýtum. 

Rétt eins og sáralitlu munaði að annað stórslysið í Chernobyl yrði á dögunum, er hættan á að núverandi styrjöld stigmagnist upp í allherjar kjarnorkuheimsstyrjöld sem byndi enda á heimsmenninguna, líkt og Einstein ku hafa ýjað að.  

Rússar eiga 6200 kjarnorkuvopn til þess að vinna upp styrkleikamuninn í venjulegum herbúnaði hjá þeim og NATO. 

Í því felst hættan á því að Pútín leiðist út í að nota kjarnorkuvopn ef hann fer verulega halloka í hefðbundinni styrjöld, eða að notkun slíkra vopna verði fyrir slysni að eldsneyti fyrir ragnarök kjarnorkustyrjaldar. 


mbl.is Hvernig komið var í veg fyrir stórslys í Tjernobyl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband