16.4.2022 | 19:19
27.maí 1941: "Foringinn yfirkominn af sorg." Hvað með Pútín nú?
27. maí 1941 ritaði Walther Hewel, liðsforingi í höfuðstöðvum Adolfs Hitlers í dagbók Foringjans: "Bismarck sökkt... Foringinn er yfirkominn af sorg."
Aðalástæðan var sú, að Bismarck var flaggskip þýska flotans og öflugasta orrustuskip Evrópu og nafn skipsins eitt hafði gríðarlega sálræna þýðingu fyrir Þjóðverja.
Þar að auki hafði Bismarck þremur dögum fyrr sökkt flaggskipi Breta, Hood, með einu skoti í mestu sjóorrustu stríðsins á Atlantshafi suðvestur af Íslandi og Hitler hafði orðið mjög glaður við að fá þau tiðindi.
Það, að skipherrann á Bismarck sendi skeyti til Hitlers til að gleðja hann þau tíðindi, voru ein af mistökum hans, sem ollu því að breski flotinn gat leitað skipið uppi og hundelt það á flótta þess til Frakklands og sökkt því þremur dögum síðar.
2200 manns fórust með Bismarck en 1406 með Hood.
Moskva, sem nú hefur sokkið, var að vísu rússneskt beitiskip og þar af leiðandi miklu minna en Bismarck var, en engu að síður flaggskip rússneska hersins og með afar fullkominn og mikinn vopnabúnað, eldflaugapalla fyrir öflugustu flugskeyti nútímans, jafnvel kjarorkuflaugum.
Skilgreint sem "eldflaugabeitiskip", hugsanlega eitt og sér með meiri hugsanlegan eyðingarmátt en þýski flotinn allur 1941.
Eftir aðeins tvo mánuði eru rétt 80 ár síðan Hood og Bismarck mættust með fylgdarskipum sínum suðvestur af Íslandi og spyrja má, hvort viðbrögð "foringjans" núna við eyðileggingu flaggskips hans hafi orðið svipuð og viðbrögð "Foringjans" voru fyrir 80 árum við eyðileggingu enn stærra flaggskips.
Fyrir 80 árum var Hitler raunar með allan hugann við fyrirhugaða árás á Sovétríkin, sem hófst rúmum þremur vikum eftir feigðarför Bismarck. Eitt af þeim svæðum, sem hann hafði helst hugann við að ná á sitt vald var "kornforðabúr" Evrópu, Úkraína.
Rússar munu ekki fyrirgefa okkur þetta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Orustuskip og flugvélar eru úrelt í nútímahernaði. Vígtól sem kosta milljrða dollara í framleiðslu er eitt með flugskeytum og drónum sem kosta smáaura.
Sá sem vinnur stríð er ekki sá sem eyðir mestu í ómerkileg hertól, heldur sá sem kostar litlu til við að eyðileggja rándýr verkfæri andstæ0ingsin.
Skriðdrekar, flugmóðuskip, þetta eru úrelt verkfæri og þvælast bara fyrir í nútímahernaði. Framtíðin eru bölugrafnir unglingar í tölvuleik.
Bjarni (IP-tala skráð) 16.4.2022 kl. 19:48
1941 var árið, þegar það varð ljóst að orrustuskip voru ekki lengur öflugustu stríðstólin, heldur flugmóðurskipin. Og þannig hefur það verið síðan.
Árásin á Pearl Harbor var gerð með flugvélum frá flugmóðurskipum og í orrustunni á Kóralhafi árið eftir stóð viðureignin eingöngu á milli flugvéla sem voru sendar frá flugmóðurskipum.
Ómar Ragnarsson, 16.4.2022 kl. 20:03
Sæll Ómar, þú hefur rétt fyir þér varðndi flugmóðurskipinn, en þeirra tími er liðinn eins og orustuskipanna. Kostnaðurinn við smíði hvers skips er óhemjulegur og það þarf lítið til að granda þeim. Framtíðin eru drónar, fjarstýrð flugskeyti og mannlaus árásartæki, sem kosta ekkert samanborið við flugóðurskip en eru alveg jafn árangursrík.
Bjarni (IP-tala skráð) 16.4.2022 kl. 21:02
Rétt er þetta eins og nýjustu dæmin sanna, en þó er enn ein ástæðan fyrir því hvað Bandaríkjaher getur beitt sér víðar en nokkurt annað herveldi og af meiri sveigjanleika er sú, að þeir hafa enn yfirburði yfir önnur veldi í fjölda flugmóðurskipa.
Ómar Ragnarsson, 18.4.2022 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.