Mikilvægt byrjunarskref en mikill þróun eftir. "Rafkerrur" eitt atriðið?

Ferðirnar á tengiltvinnbílum upp á Eyjafjallajökul eru afar mikilvægt byrjunarskref í því að rafvæða óbyggðaferðir hér á landi. Wrangler,Goðasteinn.

Er mjög þakkarvert það framtak að hefja nú þessa mikilvægu vegferð, sem nú er hafin á sama hátt og hver jöklaferð er hafin, að fara af stað, leggja í hann með glæsilegt lokatakmark í huga.   

En það er enn afar langt í land með að rafvæddar jöklaferðir taki að öllu leyti við af ferðum, þar sem jarðefnaeldsneyti kemur ekki við sögu. 

Ástæðan er sú sama og varðandi flug á lengri leiðum, þyngd rafgeymanna. Hún veldur ekki aðeins því, að hluti raforkunnar í orkunotkun í ferðunum er aðeins lítill hluti, enn sem komið er, af heildarorkunotkuninni, heldur er viðbótarþyngdin, sem er jafnmikil allan túrinn, því miður, dragbítur í getu bílanna í snjónum. 

Rafvæddar ferðir um Vatnajökul, í Grímsvötn og Kverkfjöll, eru varla á dagskrá í bili. 

Eitt skref í þessu sambandi gætu verið dráttarkerrum á stórum dekkjum, sem aðeins væru með hlaðna rafgeyma í upphafi ferðar. 

Jeppaferðin fram og til baka þvert yfir Grænlandsjökul 1999 sýndu, að hámarksnýting driforkunnar fæst með því að flytja hluta þungans á sérhönnuðum dráttarkerrum. 

Jafnvel mætti hugsa sér að þær væru búnar driftengingu í rafgeymana á þeim til að létta undir með dráttarbílunum. Ferðirnar yfir Grænlandsjökul hefðu ekki verið mögulegar án þessarar lausna. 

Í byrjun þróunarferils henta smærri jöklar en Vatnajökuls einna best fyrir rafjöklajeppa af augljósum ástæðum.  


mbl.is Á rafknúnum bíl á topp Eyjafjallajökuls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband