Frumkvæði og trygg samningsstaða aðalatriðið hjá Pútín?

Það er mikilvægt atriði í hernaði að hafa frumkvæði og láta andstæðingana sífellt þurfa að bregðast við. Þótt rætt sé um opinberlega eða á bak við tjöldin að semja um vopnahlé, ræður samningsstaðan hverju sinni miklu um það hvort samið sé. 

Selensky talar jafnan um það að það skilyrði af hálfu Úkraínumanna að láta ekki þumlung eftir af landi, en með því skapast sjálfkrafa þörf fyrir Pítín að ráða yfir sem mestu landi. 

Með því að draga stríðið á langinn eftir föngum og nýta sér sterka samningsstöðu í krafti þess, aukast líkurnar á því að Úkraínustríðið verði æ hörmulegra og verra fyrir heimamenn, sem ævinlega þurfa að sæta því að mestöll eyðileggingin verði þeim megin landmæranna.  


mbl.is Telja Pútín stefna á langt stríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar,
Hann Selensky karlinn vill ekki sjá og/eða hafa einhverja heimastjórn í Donbass (Doneskt og Luhansk), þá er hann algjörlega á móti Minsk 1 og Minsk 2 friðarsamkomulaginu varðandi þá heimastjórn í Doneskt og Luhansk, svo og vill hann fá Krímskagann aftur til baka. Þrátt fyrir að íbúar Krímskagans séu mjög ánægðir með þessa samningu eftir 60 ára aðskilnað (frá 1954 til 2014), þá má hér á vesturlöndum ekki tala um þessa samningu Krímskaga aftur við Rússland, eða þar sem að stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum eru svo mikið á móti henni, heldur er ævinlega talað um "innlimun" í neikvæðri merkingu. Þá vilja stjórnvöld þarna ekki banna alla þessa neo- Nazista Azov og Right Sector í Úkraínu. Nú og hann vill ekki leyfa rússnesku ættuðu fólki að tala rússnesku. Miðað við þetta allt saman þá verðu ekki samið um frið, þú? 
KV.

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.5.2022 kl. 11:39

2 identicon

Sæll Ómar jafnan; sem og aðrir gestir, þínir !

Þorsteinn Scheving; minn gamli fornvinur, hjer á vef !

Það er vægast sagt ömurlegt; að sjá þig bera blak af Rússnesku villimennzkunni, þjer virðast í ljettu rúmi liggja drápin á gamalmennum, konum og börnum, auk þeirra hörmunga sem dýraríkið hefur mátt þola af hálfu Bastarða Putin´s - fyrir utan öll önnur voðaverk Rússa, þar eystra.

Það er allt annar hlutur, að maður berjist við mann:: hvorir tveggja vopnaðir á eiginlegum vígvelli, en þú skalt ekki dirfazt að reyna að rjettlæta þennan viðbjóð, sem Úkraínumönnum hefur verið sýndur, síðan þann 24. Febrúar s.l., á nokkurn hátt.

Jeg hugði þig stærri í sniðum en svo, Þorsteinn minn.

Með kveðjum; engu að síður, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.5.2022 kl. 20:27

3 identicon

Sæll Óskar, 

Þú segir þetta sama og hann Zelenski karlinn hefur verið að segja, eða með að Rússar eiga að hafa byrjað þetta stríð þann 24. febrúar 2022.
Þetta stríð byrjaði m.a. með því að neo- Nazista Azov og Right sector hóf innrás á barnaheimili og saklausa rússnesku ættaða borgara þann 6. apríl 2014, og hefur reyndar staðið yfir í 8 ár, en hvar hefur þú verið? Það var greinilega mjög mikilvægt að ráðast á barnaheimili og leikskóla til að sýna fram allt rassahatrið svona líka strax í byrjun gegn öllu þessu rússnesku ættaða fólki.



Við eigum núna að styðja þessi stjórnvöld í Úkraínu, og/eða svo að þau geti svona líka óhindrað verið í því að drepa sitt eigið rússnesku ættað fólk þarna í Donbass (Doneskt og Luhansk), eða yfir 14.000 manns síðastliðin átta ár (eða frá 2014). Hvernig er það áttu Rússar ekki bara að horfa uppá þessa "villimennsku" á rússnesku ættuðu fólki í Donbass svona líka endalaust, og það án þess að gera eitt eða neitt?
Stjórnvöld í Úkraínu stóðu aldrei við Minsk 1 og Minsk 2 friðarsamkomulagið, og/eða hvað þá leyfðu þessu fólki að kom á heimastjórn í Doneskt og Luhansk skv. bæði Minsk 1 og Minsk 2.
Þú ert á þeirri skoðun að ég sé að styðja Rússa, en ég er ekki að styðja þá, heldur er ég á móti svona proxy- stríði. En er það hugsanlegt að þú hefðir eitthvað mótmælt þessu stríði sem að stjórnvöld í Úkraínu voru búin að skipuleggja svona vel í mars mánuði gegn íbúum Donbass (sjá meðfylgjandi mynd)?
KV.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.5.2022 kl. 21:49

4 identicon

Sælir; á ný !

Þorsteinn Scheving !

Meira andskotans þvaðrið í þér; maður - Reyndar; ættu Úkraínumenn að fá alþjóðlega aðstoð, til þess að reka Rússa frá Donetsk og Lúhansk héröðum / líkt og Moldóvar, að reka Rússa heim líka, frá Transnistríu.

Og hefði átt að eiga sjer stað; fyrir langa löngu:: reyndar.

Reyndu að vakna maður; Putin er svona viðlíka illfygli, og þeir alverstu, sem saga Fornaldar greinir frá (og stökkvum við þá yfir Miðaldir, sem og 20. öldina, meira að segja).

Heiður er mjer einn; að þú skulir líkja mjer við Zelensky, vildi gjarnan, að jeg hefði þann kraft og eljusemi til að bera, sem hann hefur sýnt okkur, að undanförnu.

Hún er ekki beint geðsleg; Rússlands - Kína samsteypan, sem þú virðist vera hvað hrifnastur af, í Heims-yfirráða brölti þessarra hvoru tveggju / Rússland gagnvart Úkraínu - Kína gagnvart Taíwan og þeim löndum, sem Kínverska lýðveldið (Taíwan)vilja styðja, gegn frekju Kínverja meginlandsins, Þorsteinn.

Þú átt greinilega; all margt ólært enn, af Veraldarsögunni, sje mið tekið af bábiljum þínum - sem kreddum.

Með sömu kveðjum; eftir sem áður /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.5.2022 kl. 23:56

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Hefði ekki verið betra að hætta kolefnisvitleysunni, bólefna vitleysunni og nú stríðsvitleysunni. 

Þarna sýnist mér að það sé verið að eyðileggja framleiðslu kerfið. 

Er ekki betra að fá þjóðirnar til að vinna saman? 

Haldið þið að það geti verið satt að einhver klíka vilji fækka fólkinu? 

Kolefnisskattur Sameinuðu Þjóðirnar. Flensa til að loka... - jonasg-egi.blog.is

https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2278542/ 

Ekkert kjarnorkustríð, ekkert flensu svindl, og ekkert lífslofts, kolefnis svindl. 

Við tökum Úkraínu og Rússland inn í stríðandi hópinn, með Bandaríkjunum, ESB, og viðhengjum. 

Ekkert múður, við viljum vel og nú breytum við heiminum til góðra átta, strax í dag. 

Auðvitað skömmumst við okkar fyrir stríðsæsinguna, og öll svindlin, og lögum allt. 

Við viljum ekki eyða heiminum í kjarnorkustríði.

Læt þetta nægja nú.

Egilsstaðir, 12.05.2022   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 12.5.2022 kl. 00:57

6 identicon

Sæll aftur Óskar,

"..ættu Úkraínumenn að fá alþjóðlega aðstoð, til þess að reka Rússa frá Donetsk og Lúhansk héröðum / líkt og Moldóvar, að reka Rússa heim líka, frá Transnistríu."

Í meira en átta ár hafa Úkraínumenn fengið aðstoð frá Bandaríkjunum og NATO með að bæði vopna og þjálfa hermenn í Úkraínu. Það hefur gegnið mjög vel að drepa og/eða reka rússnesku ættaða íbúa þarna í burtu frá Donbass, svo og með banna þeim að tala rússnesku, banna rússneskar bókmenntir og rússneska tónlist o.s.frv. í öllum þessum líka Ultra, ultra þjóðernisisma og neo- Nazisma. Aðalatrið er núna að viðurkenna EKKI að Krímskagi og Danbass tilheyrðu áður Rússlandi í fleiri hundruð ár, þú??? Eins og þú veist þá tróð Úkraínumaðurinn hann Nikita Khrushchev karlinn Krímskaga inn í Úkraínu 1954, svona líka algjörlega gegn öllu þessu rússnesku ættuðu fólki, og það'án þess að spyrja. Donbass (Doneskt og Luhansk) tróð hann V. Lenin 1922 inn í Úkraínu, svona líka gegn vilja fólksins í Donbass. Í öllum þessum ultra þjóðernisisma, af hverju skrifuðu stjórnvöld í Úkraínu undir Minsk 1 og Minsk 2 friðarsamkomulagið varðandi heimastjórn fyrir Doneskt og Luhansk, þegar það stóð ekkert annað til en reka og drepa alla íbúa Donbass, og með því m.a. að banna svona fólki að tala rússnesku, banna rússneska menningu og sögu? Með að skrifa undir Minsk 1 og Minsk 2 friðarsamkomulagið voru yfirvöld í Úkraínu svona leynt og ljóst að ljúga að okkur öllum, því að stjórnvöld í Úkraínu hafa aldrei viðurkennt heimastjórn í Donesk og Luhansk, heldur hafið hvert stríðið á fætur öðru gegn öllu þessu rússnesku ættuðu fólki, en hvað þú (Óskar) styður Zelenski og að öllu þessu rússnesku ættaða fólki verði bara rekið eða drepið í burtu til komaá þessum líka ultra,ultra úkraínskum þjóðernaisma.
KV.




Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.5.2022 kl. 07:49

7 identicon

Sælir; sem fyrr !

Þorsteinn Scheving !

Vil ítreka enn; Rússar geta verið heima hjá sjer Þorsteinn minn / nægilegt landrými þar um slóðir:: beggja vegna Úral fjalla.

Reynum ekkert að skauta yfir; að Rússland er jú lang- stærsta ríki Evrópu, sem og Asíu, og þarf ekki nokkur maður að telja okkur trú um, að Donetsk og Lúhansk Rússar:: líka sem Transnistríu Rússar ættu ekki að geta valið um, hvoru megin Úral fjallanna myndi henta þeim að koma sjer vel fyrir, í framtíðinni.

Það er ósennilegt; að nokkur friður verði fyrir þessu liði (Rússum í Úkraínu og Rússum í Transnistríu) fyrr en þeir hypji sig til síns heima (til Rússlands) þar sem þeir eru jú samlandar hinna, sem þar eru fyrir:: sitt hvoru megin Úral fjalla / eða, hvoru megin marka Evrópu og Asíu þeir settu sig niður.

Því; er öllum, jafnt á Vesturlöndum sem og í Austurlöndum, sem vilja liðsinna Úkraínumönnum og Moldóvum við það þjóðþrifaverk, að Rússa hreinsa löndin 2 þakkarvert, ef fram mætti ganga / hvort sem NATÓ og eða Asízk bandalög kæmu þar að verki, Þorsteinn.

Láttu ekki annað; hvarfla að þjer, ágæti drengur.

Jónas Gunnlaugsson !

Sjáum hvað setur; um framvindu alla.

Hinar sömu kveðjur; sem aðrar og fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.5.2022 kl. 17:58

8 identicon

Sæll aftur Óskar,
Þetta frá þér núna er svona innilega hjarta- og tilfinningalaust gagnvart öllu þessu rússnesku ættaða fólki þarna í Donbass (Doneskt og Luhansk), þar sem þú boðar ófrið áfram, eða það sama og Zelenski karlinn og hans líka neo zionista - nazista ríkisstjórn,  er- og hefur verið að framkvæma í öllum þessum líka ultra, ultra þjóðernisisma. Nema hvað ríkisstjórn Zelenski notar aukalega lygar o.s.frv. Það er greinilega mjög mikilvægt, að allt þetta rússnesku ættaða fólk þarna hafi EKKI nein rétt eða hvað þá sjálfákvörðunarrétt, nú og annað fólk hafi alltaf sjálfákvörðunarrétt o.s.frv. þegar það hentar þeim, ekki satt?  Auðvita stóð aldrei neitt annað til hjá öllum þessum ultra, ultra þjóðernissinnuðu Úkraínumönnum en að reka allt þetta rússnesku ættaða fólki í burtu, svo og með öllum þessum líka lífefnahernaði (á vegum stjórnvalda Bandaríkjunum í Úkraínu) og skipulögðu árásum.
KV.



       

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.5.2022 kl. 22:37

9 identicon



Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.5.2022 kl. 22:51

10 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.5.2022 kl. 22:56

11 identicon

Sælir; aftur !

Þorsteinn Scheving !

Kolröng ályktun; af þinni hálfu / eða reginmiskilningur á því sem jeg lagði fram, Rússar á þessum slóðum eiga einfaldlega að hypja sig heim (til Rússlands):: þætti þjer ekki bjagað, færu einhverjir Úkraínumenn og Moldóvar að planta sjer niður í Rússlandi,í óþökk heimamanna líklega víðs vegar, þar um slóðir ?

Mig varðar ekkert um; hvort Rússarnir hafi búið um sig í áðurnefndum löndum á 10. öld - þeirri 20., eða á öðrum tímum.

Við sjáum alveg í hendi okkar Þorsteinn; að þetta lið (kannski spurning með Transnistríu Rússana, ef til vill) er einfaldlega liðljettingar í þágu fjöldamorðingjans Putin´s og klíku hans, og er því ómótmælanlegt, að hafi Úkraínumenn og Moldóvar tök á, að koma þessu liði af sjer, ætti ekkert að vera í veginum, þó ekki væri nema að sljákka rostann í Moskvu stjórninni.

Þetta; hlýtur hver almennilega raunsær maður að geta sjeð, Þorsteinn minn.

Skoðaðu málin; út frá öllum hliðum / ekki bara sumum.

Sömu kveðjur; að sjálfsögðu /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.5.2022 kl. 00:06

12 identicon

Sæll aftur Óskar,

"Rússar á þessum slóðum eiga einfaldlega að hypja sig heim (til Rússlands):: þætti þjer ekki bjagað, færu einhverjir Úkraínumenn og Moldóvar að planta sjer niður í Rússlandi,í óþökk heimamanna líklega víðs vegar, þar um slóðir ?"

Allt þetta rússnesku ættaða fólk (eða þessir Rússar þarna) eru búnir að eiga heima í Donbass (Donesk og Luhansk)í fleiri hundruð ár, og áður en hann V. Lenin karlinn tileinkaði hér Donbass Úkraínu þinni, ertu ekki ennþá búinn að ná því, að hérna áður tilheyrði Donbass Rússlandi, nú og þetta var gert svona líka algjörlega gegn vilja fólksins þarna árið 1922-1924, þú? Nú þegar þú segir að þetta fólk eigi að fara heim, þá fer það ekki neitt, þar sem að það á heima í Donbass, og allt þetta rússnesku ættaða fólk hefur búið þarna í Donbass fleiri hundruð ár, þú? Nú og hvar hefur þú verið?
KV.   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.5.2022 kl. 01:28

13 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.5.2022 kl. 01:45

14 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.5.2022 kl. 01:48

15 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.5.2022 kl. 01:51

16 identicon

Komið þið sælir; sem áður.

Þorsteinn Scheving !

Jeg hefi ekki minnstu samúð með þeim hluta Rússnesks almennings; sem meðvitað er meðvirkur hryðjuverkum (terrorisma) Putin´s.

Þar af leiðandi; geturðu alveg sparað þjer eitthvað frekara jag og karp í minn garð:: fullreynt sýnist mjer, að hvorugur okkar komizt nokkuð frekar að niðurstöðu í þessum málum hugmyndafræðilega, á síðu hins kunna fjölfræðings, Ómars Ragnarssonar að sinni Þorsteinn minn, þó þakka skuli Ómari sem oftar hans alkunnu gestrisni, á hans merku síðu:: hjer, á vef.

Með, nákvæmlega sömu kveðjum, engu að síður /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.5.2022 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband