Frumkvæði og trygg samningsstaða aðalatriðið hjá Pútín?

Það er mikilvægt atriði í hernaði að hafa frumkvæði og láta andstæðingana sífellt þurfa að bregðast við. Þótt rætt sé um opinberlega eða á bak við tjöldin að semja um vopnahlé, ræður samningsstaðan hverju sinni miklu um það hvort samið sé. 

Selensky talar jafnan um það að það skilyrði af hálfu Úkraínumanna að láta ekki þumlung eftir af landi, en með því skapast sjálfkrafa þörf fyrir Pítín að ráða yfir sem mestu landi. 

Með því að draga stríðið á langinn eftir föngum og nýta sér sterka samningsstöðu í krafti þess, aukast líkurnar á því að Úkraínustríðið verði æ hörmulegra og verra fyrir heimamenn, sem ævinlega þurfa að sæta því að mestöll eyðileggingin verði þeim megin landmæranna.  


mbl.is Telja Pútín stefna á langt stríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar,
Hann Selensky karlinn vill ekki sjá og/eða hafa einhverja heimastjórn í Donbass (Doneskt og Luhansk), þá er hann algjörlega á móti Minsk 1 og Minsk 2 friðarsamkomulaginu varðandi þá heimastjórn í Doneskt og Luhansk, svo og vill hann fá Krímskagann aftur til baka. Þrátt fyrir að íbúar Krímskagans séu mjög ánægðir með þessa samningu eftir 60 ára aðskilnað (frá 1954 til 2014), þá má hér á vesturlöndum ekki tala um þessa samningu Krímskaga aftur við Rússland, eða þar sem að stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum eru svo mikið á móti henni, heldur er ævinlega talað um "innlimun" í neikvæðri merkingu. Þá vilja stjórnvöld þarna ekki banna alla þessa neo- Nazista Azov og Right Sector í Úkraínu. Nú og hann vill ekki leyfa rússnesku ættuðu fólki að tala rússnesku. Miðað við þetta allt saman þá verðu ekki samið um frið, þú? 
KV.

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.5.2022 kl. 11:39

2 identicon

Sæll Ómar jafnan; sem og aðrir gestir, þínir !

Þorsteinn Scheving; minn gamli fornvinur, hjer á vef !

Það er vægast sagt ömurlegt; að sjá þig bera blak af Rússnesku villimennzkunni, þjer virðast í ljettu rúmi liggja drápin á gamalmennum, konum og börnum, auk þeirra hörmunga sem dýraríkið hefur mátt þola af hálfu Bastarða Putin´s - fyrir utan öll önnur voðaverk Rússa, þar eystra.

Það er allt annar hlutur, að maður berjist við mann:: hvorir tveggja vopnaðir á eiginlegum vígvelli, en þú skalt ekki dirfazt að reyna að rjettlæta þennan viðbjóð, sem Úkraínumönnum hefur verið sýndur, síðan þann 24. Febrúar s.l., á nokkurn hátt.

Jeg hugði þig stærri í sniðum en svo, Þorsteinn minn.

Með kveðjum; engu að síður, af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.5.2022 kl. 20:27

3 identicon

Sæll Óskar, 

Þú segir þetta sama og hann Zelenski karlinn hefur verið að segja, eða með að Rússar eiga að hafa byrjað þetta stríð þann 24. febrúar 2022.
Þetta stríð byrjaði m.a. með því að neo- Nazista Azov og Right sector hóf innrás á barnaheimili og saklausa rússnesku ættaða borgara þann 6. apríl 2014, og hefur reyndar staðið yfir í 8 ár, en hvar hefur þú verið? Það var greinilega mjög mikilvægt að ráðast á barnaheimili og leikskóla til að sýna fram allt rassahatrið svona líka strax í byrjun gegn öllu þessu rússnesku ættaða fólki.



Við eigum núna að styðja þessi stjórnvöld í Úkraínu, og/eða svo að þau geti svona líka óhindrað verið í því að drepa sitt eigið rússnesku ættað fólk þarna í Donbass (Doneskt og Luhansk), eða yfir 14.000 manns síðastliðin átta ár (eða frá 2014). Hvernig er það áttu Rússar ekki bara að horfa uppá þessa "villimennsku" á rússnesku ættuðu fólki í Donbass svona líka endalaust, og það án þess að gera eitt eða neitt?
Stjórnvöld í Úkraínu stóðu aldrei við Minsk 1 og Minsk 2 friðarsamkomulagið, og/eða hvað þá leyfðu þessu fólki að kom á heimastjórn í Doneskt og Luhansk skv. bæði Minsk 1 og Minsk 2.
Þú ert á þeirri skoðun að ég sé að styðja Rússa, en ég er ekki að styðja þá, heldur er ég á móti svona proxy- stríði. En er það hugsanlegt að þú hefðir eitthvað mótmælt þessu stríði sem að stjórnvöld í Úkraínu voru búin að skipuleggja svona vel í mars mánuði gegn íbúum Donbass (sjá meðfylgjandi mynd)?
KV.