Stórveldapólitíkinni harðdrægu lýkur seint.

Öldum saman hafa stórveldi heimsins stundað pólitík útþenslu og ásælni sem hefur valdið árekstrum milli þeirra innbyrðis, auk þess sem smærri ríki og þjoðflokkar, sem hafa orðið svo óheppin að lenda inni á átakasvæðum hinna stóru, hafa orðið að beygja sig fyrir frekju hinna stóru.

Stórveldunum hefur verið tamt að sveipa hernaðarstefnu sína blæju faguryrða og skilgreina hana hvert um sig sem öryggishagsmuni og varnarhagsmuni. 

Með tilvísun til þessa hafa verið háðar tveir heimsstyrjaldir og öll hin stríðin.  

Við lok Kalda stríðsins 1991 kviknaði smá vonarglæta varðandi það, að nú gæfist tækifæri til að taka upp nýja hætti raunverulegrar friðarstefnu. 

Því miður féllu þjóðir heims á þessu profi, og nú birtist í stríðinu í Úkraínu hin gamla forneskja stórveldisdrauma og valdafrekju. 


mbl.is „Úkraínu er frjálst að velja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband