16.6.2022 | 21:14
Rými í þotum í langflugi er mikilvægur grunnþáttur.
Fyrir tæpri hálfri öld bauð SAS flugfélagið tveimur starfsmönnum frá hverju Norðurlandanna í sérstakt flug kringum hnöttinn af því tilefni, að SAS var að fara sína fyrstu áætlunarferð yfir norðurpólinn.
Flugið hófst í Kaupmannahöfn og var flogið með breiðþotu af gerðinni Boeing 747 þaðan og beint yfir norðurpólinn í einum áfanga til Ancorage í Alaska, miklu styttri leið en ef flogið er beint yfir Bretland og Kanada.
Þessi fyrsti áfangi flugferðarinnar var einkar ánægjulegur og er sérstaklega minnisverð sú heppni að sjá hæsta fjall Norður-Ámeríku, Mount MC Kinley rísa baðað sól yfir umhverfið.
Því næst var flogið til Tokyo og stansað þar í einn dag.
Hófst þá síðari hluti hnattferðarinnar með mjóþotu af lengstu gerð á borð við Douglas DC-8 63 og millilent á Flippseyjum, Karachi í Pakistan, Bagdad og Aþenu á leiðinni til upphafsstaðarins, Kaupmannahafnar.
Þotan var smekkfull og fullsetin og ferðinni fylgdi vaxandi þreyta.
Í Kaupmannahöfn var því tekið á leigu svefnherbergi á Kastrup fyrir ferðina til Íslands, enda var ferðaþreytan orðin það mikil, að maður hreinlega orðinn veikur.
Þótt þessi hnattferð væri um margt eftirminnileg, einkum dvölin í Tokyo, var munurinn á milli fyrri hluta hennar, í breiðþotunni, og síðari hlutans í mjóþotunni, sláandi.
Þótt sætin, sem setið var í, væru ágæt, kom í í ljós að hin sálrænu áhrif af því að kúldrast eins og síld í tunnu langdvölum voru afgerandi fyrir ánægju og sæmilegri líðan.
Í viðtengdri frétt er greint frá rándýru lúxusferðalagi Icelandair á Boeing 757 þotu, sem er með mjóan skrokk sem miðast við hönnun frá því fyrir 70 árum.
Í stað þess að hrúga hátt í tvö hundruð manns inn í vélina, eru sætin aðeins sjö og rýmið því meira en tvöfalt meira fyrir hvern farþega.
Allur viðurgerningur og þjónusta vegur að vísu þungt, en rýmið er þó grunnforsenda fyrir vellíðan og ánægju farþega. Sé það ekki nóg, vegur engin þjónusta þann missi upp.
Mjög eftirsóknarvert að vera í áhöfninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gleðilega þjóðhátíð Ómar, Í fréttinni er talað um 75 farþega sem þú fækkaðir í 7. Það er rétt Ómar að það er betra að hafa meira bil á ,,milli fóta" eins og frú mín orðaði það í samtali við flugfreyju í flugferð til Minneapolis u árið 🙂
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 17.6.2022 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.