Mynd af því sem aldrei gerist aftur. "Hnjúkurinn gnæfir".

Myndin, sem birt er með viðtengdri frétt mbl.is af björgun fólks sem var í gönguferð á Hvannadalshnjúk er tekin utan í suðurhlíð hnjúksins en reyndar fyrir 31 ári, í maí 1991. 1276124

Jeppinn, sem er að klifra upp hnjúkinn gerir það fyrir eigin vélarafli með samspili spils að framan og rafafls frá jeppanum. 

Þetta var í fyrsta og eina sinn, sem jeppi komst alla leið upp á hnjúkinn fyrir eigin vélarafli og gerði Benedikt Eyjólfsson leiðangur helstu jeppamanna út til að ná þessu takmarki, en bílstjóri jeppans var Jón, bróðir Benna. 

Ef rétt er munað voru aðeins tveir jeppar af þessari gerð, Jeep Comanche, fluttir inn til landsins, en þeir höfðu þann góða kost að vera afar léttir pallbílar með aðeins sæti fyrir tvo, en þó með ríkulegt hjólhaf. 

Þetta verður ekki leikið eftir að óbreyttu, því að hnjúkurinn og umhverfi hans hafa aðeins verið ætlað fyrir gangandi fólk um nokkkurt árabil.  

Einkennislag sjónvarpsþáttarins "Hnjúkurinn gnæfir" um ferðalag á vegum Bílabúðar Benna, þar sem hrikaleg óveður urðu aðalviðfangsefnið var með þennan texta í flutningi Pálma Gunnarssonar við undirleik Péturs Hjaltested:  

 

HNJÚKURINN GNÆFIR. 

 

Hnjúkurinn gnæfir, til himins sig teygir; 

hamraþil þverbrýnt, ísað stál. 

Ógnfagur rís hann, ögrandi þegir; 

inn í þig smýgur hans seiðandi mál. 

 

Bjartur sem engill andartak er hann, 

alheiður berar sig blámanum í;

á sömu stundu í fötin sín fer hann;

frostkalda þoku og óveðursský.

 

Hvers vegna´að kliira´hann;

hvers vegna að sigra´hannn; 

hvers vegna öll þessi armæða´og strit?

Hví ertu, góði, að gera þig digran?

Gastu´ekki stillt þig? Skorti þig vit?

 

Hvers vegna finnst þér hans ögrun til ama?

Af hverju´að hætta ser klærnar hans í?

Svarið er einfalt og alltaf það sama:

:,: Af því hann er þarna; bara af því :,:

 

Hnjúkurinn gnæfir, til himins sig teygir. 

Hríslast um makka hans óveðursský. 

Af hamrastáli öskrandi´hann fleygir 

ísköldum hjarnþiljum fárviðri í. 

 

Sýnist hann reiður, áfram vill ögra. 

Á þá hann skorar, sem líta hans mynd. 

þolraunin bíður þeirra, sem skjögra

þreyttir á Ísalands hæsta tind. 

 

Hvers vegna´að klifra´hann? 

hvers vegna´að sigra´hann?

Hvers vegna öll þessi armæða´og strit?

Hví varstu, góði, að gera þig digran?

Gastu´ekki stillt þig? Skorti þig vit?

 

Hvers vegna fannst þér hans ögrun til ama?

Af hverju´að hætta sér klær hans í?

Svarið er einfalt og alltaf það sama:

:,: Af þvi hann er þarna; bara af því :,: 

DSC09772

 

Lagið er á Spotify ásamt öðrum lögum ljósmyndasöngljóðabókarinnar "Hjarta landsins."


mbl.is Sleðahópar rétt ókomnir að fólkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband