Sérkennilegur afar mikilvægur "afgangur" frá Seinni heimsstyrjöldinni.

Þegar Bandamenn skiptu Austur-Evrópu upp í stríðslok 1945, gekk hluti af Austur-Prússlandi af ef svo má segja. Litháen var að vísu boðið að taka skikann undir sig, en hafnaði því og sýndi að vísu með því mikla framsýni. 

Kaliningrad hefur verið gríðarlega miklivæg miðstöð fyrir Eystrasaltsflota Rússa og gefur þeim miklivæg hernaðarleg tækifæri vegna miðlægrar legu á Eystrasaltssvæðinu.   

Eldflaugum má skjóta þaðan á skotmörk, sem annars væru ekki nógu nálægt og víst er, að allar aðgerðir Pútíns til að styrkja stöðu  sína á Eystrasaltssvæðinu ef Svíþjóð og Finnland ganga í NATO munu tengja Kaliningrad við þær fyrirætlanir. 

Um 600 kílómetra vegalengd er landveg milli Kaliningrad og Rússlands og því er staða þessa forðum hreiðurs prússneskrar valdastefnum aldeilis einstök.

Höfuðborgin hét Königsberg meðan svæðið tilheyrði Þýskalandi og var einkar glæsileg, en lögð í rúst í stríðinu. Meðal Íslendinga, sem voru við nám í Königsberg var Úlfar Þórðarson augnlæknir.    


mbl.is Rússar vara Litháen við aðgerðum vegna Kalíngrad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband