Ný heimkynni móta sögu Fram.

Segja má, að eitt atriði sé mest áberandi í sögu knattspyrnufélagsins Fram í aldargamalli sögu félagsins, og hafi mótað framgang þess. 

Það eru þau þrjú timamót í sðgu félagsins að skipta á æsta róttækan hátt um heimkynni. 

Hemmi Gunn sagði stundum í hálfkæringi hér í gamla daga, að í upphafi hefðu Framarar verið "grjótkastarar af Grettisgötunni" og átti þá við uppruna þess í þeim hluta Reykjavíkur á þeirri tíð, sem taldist vera Austurbærinn. 

Mörgum hnykkti við þegar skipt var um heimynni eftir stríð og gerður völlur og lítið félagsheimili nálægt Sjómannaskólanum. 

Á þeim tíma var þetta svipað og að fara upp í sveit með félagið, því þarna var þá jaðar byggðarinnar. 

Þetta reyndist heillaráð, því að í nágrenninu var að alast upp ný kynslóð sem skóp síðan gullaldarlið upp úr 1960.  

Aftur þótti gripið til dirfskubragðs með flutningi Fram í Safamýrina, þar sem nýtt hverfi var að rísa á svæði, þar sem verið höfðu kartöflugarðar borgarinnar. 

Og Fram eignaðist gullaldarlið að nýju á níunda áratugnum. 

Um tíma var hugað að því að fara enn í flutning og nú í nýtt og stórt Grafarvogshverfi, og var Alfreð heitinn Þorsteinsson hlynntur því, 

En þar var að vísu komið félagið Fjðlnir, og samkomulag náðist ekki um sameingu. 

Nú er Fram að vísu að hasla sér völl í nýju hverfi í Grafarholti og Úlfarsárdal og er það vel; alveg í samræmi við þá hefð dirfsku og framsýni, sem saga Fram er svo samofin. 


mbl.is Fyrsta Framþrennan í níu ár og sú fjórða á öldinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband