"Asni klyfjaður gulli kemst yfir hvaða borgarmúr, sem er."

Hið gamla orðtak um asnann, klyfjaðan gulli, hefur verið, er og verður sígilt. Það sannast enn og aftur í ferð Bandaríkjaforseta til Saudi-Arabíu. 

Þetta mesta olíuríki heims vefur öllum öðrum ríkjum um fingur sér í krafti svarta gullsins, sem það notar bæði beint og óbeint til að hafa jafnvel stórveldin sjálf sem auðsveipa þjóna. 

Svarta gullið, sem er óendurnýjanleg orkuauðlind, hefur æ meiri áhrif á alla heimspólitíkina. 

Á tíma Ronalds Reagans höfðu Sádarnir hann góðan með því að nota áhrif sín sem olíuframleiðsluríki númer eitt til þess að verðfella olíuna á heimsmarkaðnum og valda með því Sovétríkjunum svo miklu tapi, að það átti stóran þátt í hruni þeirra. 

Styrjaldarpólitíkin í kringum Úkraínu er í raun stríð olíuframleiðslu og gasfremleiðslu. 

Rússar stefna að því að komast í kjörstöðu varðandi miklar orkuauðlindir fyrrum Sovétlýðvelda við Kaspíahaf og eru tilbúnir að ganga langt til þess að koma í veg fyrir það að NATO geti komið í veg fyrir yfirráð Rússanna og lagningu fyrirhugaðra gasleiðslna til Evrópu og jafnvel Kína. 

Með öðrum orðum: Nú, eins og svo oft áður á svonefndri olíuöld, snýst heimspólitíkin að miklu leyti um yfirráð yfir olíunni og öðru jarðefnaeldsneyti. 

Um þetta leyti stefndi fjölþjóðaher Hitlers í gegnum Úkraínu í áttina til olíulindanna við Bakú og var það svo mikilvægt í huga Hitlers, að einmitt seint í júlí 1942 lét hann herdeildir undir forystu Kleist hætta við að fylgja 6. hernum til Stalingrad og stefna í staðinn á austur til sunnanverðs Kaspíahafs. 

Með því að dreifa kröftum hersins á þennan hátt gerði Hitler afdrifarík mistök, því að með því tók hann áhættu á því að hvorugt markmiðið næðist.  

Kleist komst að vísu langleiðina til Grosny, og 6. herinn undir stjórn Paulusar náði mestallri Stalingrad, en vegna brottfarar Kleist úr stuðningsstöðu sinni við 6. herinn, veiklaðist staða hans svo mikið, að Rússar lokuðu hann inni í Stalingrad og eyddu honum á endanum. 

Eftir því sem meira gengur á hið óendurnýjanlega jarðefnaeldsneyti, á það eftir að valda enn meiri og vaxandi óróa og hernaðarátökum meðal þjóða heims. 

Það er gefur ekki mikla bjartsýni varðandi frið meðal jarðarbúa í togstreitunni um þverrandi auðlindir.  


mbl.is Biden skiptir um skoðun á Sádum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þetta er ekki í fréttamiðlunum, þá er erfiðara að halda olíunni í hámarksverði. 

Corsi og hans skoðana bræður segja að næstum takmarkalaust framboð sé á olíu. Einnig að hægt sé að búa til olíu með Eischer-Tropsch aðferðinni. OPEC stjórnar 80% af framleiðslunni. Öllum verðum er stjórnað, olíunni, gullinu, lyfjunum og kaupgjaldinu.

Jónas Gunnlaugsson | 16. september 2018

Einhvern tíman las ég bók eftir einhvern Thomas Gold fæddur í Austurríki, bókin sennilega frá Ástralíu, og hann sagði að olían, kæmi frá kolefni, sem kom í efninu sem varð að plánetunni Jörð, og endurnýist stanslaust. 000 The Big Oil Lie

Þessar laugar og sprungur hleyptu gasinu út í andrúmsloftið, allstaðar,

og varð það til þess að gasið þynntist - nú hefur heita vatnið sigið niður, og gasið kemur helst upp um borholurnar, og enginn veit hvort gasið er meira í andrúmsloftinu nú.

Jónas Gunnlaugsson | 31. mars 2018

Sett á blogg: Ómar Ragnarsson Kaffæringarþöggun varðandi rányrkju og óþef hér. https://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/2213931/ Sæl og blessaður, Ómar Ragnarsson, og bloggarar. Þetta er athygli verð umræða. Hér áður, höfðum við laugar í

Jónas Gunnlaugsson, 16.7.2022 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband