Annar tveggja tveggja sæta bíla fyrir tilviljun á bílaplani. Nýr í flotanum?

Á bílastæðaplönum við stórar íbúðablokkir getur oft verið gaman að fylgjast með umferðinni um helgar þegar gestagangur er. 

Þá dúkka oft upp svo sjaldgæfir bílar, DSC00199að maður hét jafnvel að þeir væru ekki til hér á landi. 

Einn slíkur var skyndilega kominn í eitt stæðið í dag og skyndilega mátti sjá afar sjaldgæfa sjón hér á landi: Tvo eldrauða tveggja sæta bíla fyrir tilviljun ofan í hvor öðrum, því að eldrauðum Audi TT Quattro blæjubíl var lagt rétt aftan við jafn eldrauðan tveggja sæta Tazzari rafbíl, sem stóð þar í sínu venjulega stæði.

Það er heilmikil saga í kringum báða þessa bíla.

Einn af NSU bílum síðuhafa á sjöunda áratug síðustu aldar var af gerðinni NSU 1000.DSC00197

Þeir bílar voru afar sportlega hannaðir en þó rúmgóðir þótt þyngdin væri ekki nema 620 kílo. 

Með snöggu og hárnákvæmu tannstangarstýri og 1000 cc yfirliggjandi kambás vél voru aksturseiginleikar þessa bíls einstakir og kölluðu fljótt á aukið afl vélarinnar, sem rauk úr 43 hestöflum upp í 75 í svonefndri TT gerð. 

Með þessum vélum unnust margir sigrar í aksturkeppni á NSU TT og NSU TTS meðan þessir bílar voru framleiddir. 

En upp úr 1970 sameinuðust NSU og Audi verksmiðjurnar í eigu Volkswagen, og NSU K70 varð fyrsti framhjóladrifni bíll Volkswagen verksmiðjanna meðan verið var að hanna VW Passat, Póló og Golf, sem komu á markað í þessari röð 1972 og 73. --audi-tt-roadster-

 

 

--audi-tt-roadster-

Fyrst hétu hinar sameinuðu verksmiðjur Audi-NSU, en síðar féll NSU nafnið út, þótt Audi A8, flaggskip verksmiðjanna, hafi alltaf verið framleitt í bænum Neckarsulm, þar sem NSU hafði áður verið í 60 ár. 

En hjá Audi gleymdu menn ekki upprunanum og grasrótinni og árið 1998 var heitið TT endurvakið í framhjóladrifnum sport coupe bílnum Audi TT. 

Hann hefur verið framleiddur síðan í þremur kynslóðum, þeirri siðustu frá 2018. 

Bíllinn, sem dúkkaði upp á stóra bílaplaninu í dag, er af Quattro gerð, þ.e. fjórhjóladrifinn, en það er líka bílasportsaga á bak við það heiti, því að 1979 kom Audi fra með fyrsta fjórhjóladrifna rallbílinn undir þessu heiti, og var hann nær ósigrandi í heimsmeistarakeppninni næstu ári. 

Audi TT Quattro eins og myndirnar hérna eru af, er hægt að fá með allt upp í 400 hestafla vél, sem skilar bílnum í 100 km hraða á 3,9 sek sem nægir til að sýna flestum Benz og BMW afturendann í spyrnu.   

Það er sagt að akstur á blæjubíl sé lífstíll, og getur síðuhafi vitnað um það hvað snertir Fiat 126 blæjubílinn, sem hann á á Fornbílsafni Borgarfjarðar.DSC00206

Því set ég hér inn mynd af einum rauðum Audi TT blæjubíl erlendis með blæjuna niðri og allt klárt. 

Tazzari bílinn, sem stendur fyrir framan Audi TT, þekkja lesendur þessara bloggsíðu frá fyrri pistlum. 

Því miður er hann ekki blæjubíll, en það er líka lífsstill í því að aka svona litlum bíl. 

Hámarksafl rafhreyfilsins er aðeins 20 hestöfl, en viðbragðið er samt lyglilega gott í krafti hinnar miklu nýtni rafhreyfla og léttleika bílsins, aðeins 760 kíló.  

Og uppruni Tazzari bílsins tengist einum af þekktustu stöðunum í bílasporti; framleiðslustaðurinn er í sjálfum "Motor Walley" Ítalíu þar sem Ferrari, Lamborghini og Maserati eru næstu nágrannar, en Tazzari verksmiðjan sjálf í bænum Imola, rétt hjá hinni heimsþekktu Formúla 1 kappakstursbraut. 

 

 


mbl.is Fólksbifreiðakaup aukist um 50%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fróðleg grein hjá þér Ómar,bætum við NSU RO 80 sem var framúrstefnubíll þótt

ekki tækist að þróa Wankel vélina nægilega. 

magnús marísson (IP-tala skráð) 16.7.2022 kl. 18:53

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þróun Wankel vélarinnar fór alveg með NSU fjárhagslega og var lítil sárabót í því þótt NSU Ro 80 væri valinn bíll ársins í Evrópu 1967. 

Það hefði átt að hringja aðvörunarbjöllum strax 1964 þegar upplýst var að hægt væri að láta "snúð"vélina snúast auðveldlega upp í meira en 20 þúsund snúninga á mínútu og að þar væri kominn lykill að yfirburða aflgetu hreyfilsins. 

En í allri hrifningunni gleymdist, að engin leið var að finna efni í núningsfletina á kólfinum sem snerist svona hratt inni i brunahólfinu, og þyldi þann mikla núning og slit, sem fylgdi svona miklum snúningshraða. 

Í ofanálag kom í ljós að eyðsla Wankel-vélarinnar var hlutfallslega miklu meiri en sambærilegra bulluhreyfla, snúningshraðinn mátti ekki vera neitt meiri, vegna slitsins, og þar með var draumurinn búinn.  

Ómar Ragnarsson, 16.7.2022 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband