20.7.2022 | 23:38
"Hefðbundin háhitatíð", ekki methitar?
Undanfarna daga hefur gamalkunnur kór manna, sem litið hafa á fréttir af methitum sem "falsfréttir", sett sinn svip á umræðuna um þetta efni á netinu og í fjölmiðlum.
Hafa þessir "kuldatrúarmenn" tuggið alveg síðan fyrir helgi að þessar fréttir af methitum séu uppspuni frá rótum og ríkisfréttastofur hundskammaðar fyrir að stjórna vítaverðu samsæri um að blása upp eðlilegasta fyrirbæri hvers sumars, sumarhitann.
Í gær náði þessi prédikun hámarki á sama tíma og hitametunum í Evrópu fjölgaði og tilvitnanir á víxl birtust bæði á blaðsíðum og netsíðum og mun hugsanlega halda áfram, svo staðfastir eru þessir menn á sínu.
Ólíklegt að hlýja loftið í Evrópu berist hingað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.