"Fléttuakstur," óskiljanlegt fyrirbrigði fyrir Íslendinga? "Flækjuakstur hjá okkur?"

Eitt af tugum nýrra og mikilvægra umferðarmerkja er kannski eitt það mikilvægasta vegna þess að okkur Íslendingum hefur flestum verið ómögulegt að skilja fyrirbærið, sem um ræðir.1355381

Hér skal sett inn mynd af þessu nýja merki, sem þýðir, að framundan sé svonefndur "fléttuakstur", sem líka hefur verið nefndur "tannhjól" eða "rennilás."

Líklega er hvoru tveggja um að kenna, að það stríði á móti svonefndu Íslendingseðli að gefa í einu eða neinu neitt eftir í þeim hálfgerðu slagsmálum sem eru þar sem akreinar og renna saman í eina, - og eins hitt, að ökumönnum eru gjarnir til að telja að svæðið fyrir framan þá sé yfirráðasvæði þeirra, en heyri alls ekki undir hugtakið "fyrstur kemur, fyrstur fær", sem víða er farið eftir skilyrðislaust erlendis, svo sem á gatnamótum í bandarísku bæjum. 

Fléttuakstur á sér svo langa hefð og sögu erlendis, að margir útlendingar eiga erfitt með að skilja þá flækju, sem oft verður í umferðinni hjá okkur. 

Eitt gott dæmi um fléttuakstur erlendis er að finna á hringtorginu stóra við Sigurbogann í París þar sem mætast einar elleftu götur og breiðstræti í einum hring. 

Þarna gengur umferðin að því er virðist áfallalaust eins og ekkert sé eðlilegra. 

Ef maður hugsar sér að hægt væri að henda Íslendingi undir stýri á hverjum bíl á sama augnabliki er lang líklegast að þar yrði stærsti fjöldaárekstur sögunnar. 

Ekki bara vegna þess hve fjarlægt svona akstursfyrirbrigði er okkur í hugsun og framkvæmd, heldur vegna þess að sennilega myndum við kalla fyrirbrigðið flækjuakstur.  


mbl.is Á fimmta tug nýrra umferðarmerkja tekin í notkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, í París væri sennilegra að allt mundi stoppa þegar Íslendingurinn kæmi að og hægði á eða stoppaði. Hræðsla við að blandast umferð virðist vera ríkjandi hér og þó gefið sé pláss og gott bil milli bíla þá ætlast bílstjórar margir til þess að öll umferð hægi á sér til að hleypa þeim í lestina. Og það þó þeir komi að langt undir umferðarhraða og hafi gott pláss framundan til að ná upp eðlilegum hraða og blandast umferðinni.

Vagn (IP-tala skráð) 21.7.2022 kl. 02:11

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Umferðaskipuleggjendur eða löggjafinn þarf að vera djarfari til að taka betri skipan í notkun. Hvað um hægri beygju og fylgja eftir um að umferðalög séu haldin. Í Bandaríkjunum eru ströng viðurlög við brotum og hraðahindranir nærri hvergi í íbúðahverfum. Stoppað á öllum gatnamótum. Hækkanir sem valda því að framhjólagormar endast illa á bílum. Bifreiðaeigendur verða að borga kostnaðinn. Bæjarfélögin bera og kostnað við hraðahindrana í staðinn fyrir að löggjafinn setji umferðalög sem virka.

Oft er tæpt á tæpasta vaðið og sett upp gangbrautarljós þar sem þau þyrftu ekki að vera ef betri lausnir væru fyrir hendi. Harður árekstur á Arnarneshæð í gær er víti til að forðast. Faðir og synir slasast. Annar ökumaðurinn grunaður um neyslu vímuefna. Þá hefði hættulegur mótakstur verið óþarfur og umferð vegna vegaframkvæmda hefði getað legið samhliða komandi umferð. Krókur fyrir keldu.

Þá er hringakstur út af hringtorgum í á skjön við reglur í Evrópu þar sem hægri akstur er.

Sigurður Antonsson, 21.7.2022 kl. 15:31

3 identicon

Fyrir mörgum árum var ég á gangi í Kaupmannahöfn. Fram undan á gangstéttinni sá ég hóp fólks sem stóð í hnapp sem teppti umferð. Þegar nær var komið sá ég að þetta voru Íslendingar.

Í aldaraðir bjuggu Íslendingar í fámenni og þurftu sjaldan að taka tillit til annara. Kannski höfum við ekki enn fyllilega lært að búa í fjölmenni?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 21.7.2022 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband