Fer nú söngurinn um "40 þúsund fífl í París" ekki að hljóðna?

Upphaf ráðstefnu um loftslagsmál í Reykjavík í fyrradag var að blaðamaður, sem efaðist um að loftslag á jörðinni færi hlýnandi, tók sig til fyrir mörgum árum og kom upp eigin myndavélum og tækjum til þess til þess að safna gögnum um sem flesta jökla, meðal annars íslenska. 

Niðurstaða hans var hin sama og blasað hefur við milljónum ferðafólks um áratuga skeið, til dæmis við Sólheimajökul. 

Engu að síður hefur söngur vantrúarmanna haldið áfram að heyrast, þótt heldur dragi úr honum. 

Fyrir aðeins nokkrum dögum var því til dæmis enn haldið fram af einum þeirra, að Ök jökull lifði enn góðu lífi og að það hefði falsfrétt að hann væri á förum. 

Og enn bregða vantrúarmenn fyrir sig orðum eins og "40 þúsund fífl í París" varðandi umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í þeirri borg.   

Síðuhafi hefur starfs síns vegna átt þess kost að fylgjast með íslenskum jöklum árlega í 60 ár, og sjá með eigin augum hvernig þeir hafa hopað. lækkað og styst á þessum tíma.   

Fór meðal annars með ömmu gömlu í heimsókn að Svínafelli í Öræfum þar sem hún átti var alin upp á árunum 1903 til 1918 og mundi glögglega eftir því hve stutt Svínafellsjökull átti eftir árið 1903 til að komast alla leið inn að bæjarhúsunum. 

En í umræðum um þessi mál hefur ríkt stanslaus söngur á samfélagsmiðlum og hér á blogginu um það að allar fréttir um áhrif loftslagshlýnunar á jökla heimsins séu lygar og falsfréttir.    


mbl.is Jöklar í Sviss minnkað um helming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Já Ómar nú munu Íslendingar brátt ná að sjá jökla ásýnd eins og hún var um landnám.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 23.8.2022 kl. 08:51

2 identicon

Hallgrímur Hrafn Gíslason.

"Þá gekk Flóki upp á fjall eitt hátt og sá norður yfir fjörð fullan af hafísum. Því kölluðu þeir landið Ísland sem það hefur síðan heitið".

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 23.8.2022 kl. 10:14

3 identicon

Covid hefur sýnt þeim sem fastir voru á síðustu öld að það þarf ekki að ferðast langar leiðir til að tala saman. Þeir 40.000 sem ferðuðust með tilheyrandi mengun á ráðstefnu um loftslagsmál eru því réttnefndir "fífl".

Hlýnun þarf hvorki að vera óeðlileg né af manna völdum þó hún komi einhverjum illa og bræði jökla. Það er ekkert sem segir að kuldatíð fyrri alda sé hið eina rétta veður og jöklar og ís á stórum hluta jarðar hið eina rétta ástand.

Vagn (IP-tala skráð) 23.8.2022 kl. 10:21

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Mestu framfarir á Jörðinni urðu á hlýskeiðum. Þá þurfti færri til að afla matar og fleiri gátu menntað sig með lestri og viðræðum við aðra sem höfðu farið að leita lausna. Þekkingin leitaði að útrás frá gömlu menningarheimunum í formi munnmæla. Gamla venjan að eyða menningu sigraðra þjóða, svo sem þegar Sesar brenndi bókasafnið í Alexandríu var almenna venjan hjá heimsveldunum. 

Í dag er aðal málið að eiga fjölmiðlana og geta matað fólkið á gömlu lygunum. 

Við allir leiðum okkur fólkið út í ljósið og litina, læknum hvers manns böl. 

Þekking á Miðjunni, Kjarnanum, Föðurnum, Sannleikanum, verður í huga hvers manns og allt blómstrar á Jörðinni. 

Smá hugleiðing. 

Gangi ykkur allt í haginn. 

Egilsstaðir, 23.08.2022    Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 23.8.2022 kl. 12:15

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ljósmyndarinn uppgötvaði að hann gætti ferðast með þotuliðinu út um allan heim, þrætt loftslagsráðstefnur og gist á fínum hótelum og lifað í vellistingum praktuglega ef hann skipti um kúrs.

Meiri peningur í því fyrir hann en að efast og spyrja gagnrýnna spurninga.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.8.2022 kl. 13:11

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Því lengra sem frá líður, því meiri fífl líta þessi 40.000 fífl út fyrir að vera.

Allt sem þau hafa sagt hefur reynst rangt.  Svoleiðis frammistöðu er erfitt að toppa, þó vilji væri fyrir hendi. 

Ásgrímur Hartmannsson, 23.8.2022 kl. 15:43

7 identicon

https://www.visindavefur.is/svar.php?id=72209

Jón Ingi Kristjánsson (IP-tala skráð) 23.8.2022 kl. 16:57

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jöklarnir hafa varla bráðnað mikið af völdum veðurfars í "sumar"...

Guðmundur Ásgeirsson, 23.8.2022 kl. 18:57

9 identicon

Jöklar hættu að stækka á Íslandi um 1900 og hafa síðan hörfað. 

Órækt merki um hlýnun. 

En þar með er ekki sagt að sú hlýnun sé af mannavöldum t.d. venga notkunnar jarðefnaeldsneytis. 

Varla hefur allt það jarðefnaeldsneyti sem notað hefur verið EFTIR aldamótin 1900 valdið viðsnúningnum þá?

Á hinn bóginn ef menn eru sannfærðir um að eldsneytisnotkun valdi hlýnun þá er nú hálf fílflalegt að hrúgast í kolefnisspúandi þotum til Parísar til að sannfæra sig og aðra þar um. 

Bjarni Bjarnason (IP-tala skráð) 24.8.2022 kl. 07:34

10 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ómar þú stendur þig hetjulega að tala fyrir daufum eyrum hægrimanna í þessum efnum. Ég er ósammála hægrimönnum í þessu en sammála þeim í öðru, en ósammála vinstrimönnum í sumu. 

Jónas Gunnlaugsson segir að mestu framfarirnar hafi orðið á hlýskeiðunum. Jú, og hamfarahlýnunin getur leitt af sér nýja ísöld. Oft skrifar hann vel, en þarna vantar vísindaþekkingu um raunverulega hættu hlýnunar.

Kapítalistar afneita því sem þeim er óþægilegt. Jafnaðarmenn afneita öðru.

Þessi pistill er alveg prýðilegur en sorglegar eru efasemdirnar og afneitunin hér fyrir neðan.

Ingólfur Sigurðsson, 24.8.2022 kl. 15:38

11 identicon

Sæll Ómar.

Þeir túttnuðu og blánuðu sjónvarpspredikararnir af hneykslan yfir því að
villuráfandi sauðir í hjörð þeirra skyldu ekki samþykkja umyrðalaust
að þeir þyrftu varaeinkaþotur við þær varaþotur sem fyrir voru
til að fagnaðarboðskapurinn bærist nú hratt og örugglega.

Umkringdir pelli og purpura, gulli og gimsteinum
boðuðu þeir trú sína og báðu tárvotum augum að lýðurinn fyllti hirslur þeirra fyrir einni, - nei, helst tveimur eða þremur einkaflugvélum.

Það voru engin fífl samankomin í París heldur hópur kaupahéðna sem
runnu á lyktina; trúarbrögð nýrrar aldar skyldu borin uppi
af lofthænsnum.

Þeir gerðu allt rétt, kolsvartur strókurinn stóð aftanúr flugvélum þeirra,
París hin nýja Babýlon gullgrafaranna skyldi hýsa viðburðinn, sjálfir
þyrftu þeir aldrei að fara að neinum lögum.

Þetta heppnaðist fullkomlega og eftir sitja þjóðir heims með
skatta og skyldur sem þær henda á milli sín eins og var með gulleplið
forðum daga.

Húsari. (IP-tala skráð) 26.8.2022 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband