Rafflug getur skapað möguleika í innanlandsflugi en síður í millilandaflugi.

Það blasir við að rafknúnar flugvélar geta rutt sér hratt til rúms á stuttum flugleiðum. 

Eins og nú er komið málum, gætu flugleiðir eins og til Vestfjarða, Norðurlands og Vestmannaeyja komið til greina, og stutt flug á borð við kennsluflug er heillandi möguleiki. 

En hugmyndir manna um samkeppni í flugi á lengri leiðum svo sem yfir Atlantshafið með viðkomu á Íslandi reka sig á þann mikla ólkost rafknúinna farartækja eins og flugvéla, að ef þau eiga að geta klifrað upp í nægilega hæð til að komast yfir veður og nýta sér minni loftmótstöðu í hærri hæðum, eru orkugeymar og vélbúnaður bæði margfalt þyngri en hjá flugvélum knúnum eldsneyti, og þar að auki brenna eldsneytisknúnar vélar orkugjafanum á flugi og léttast mikið við það, - nokkuð sem rafknúin flugvél getur ekki.  

Í rafknúinni flugvél eins og forsetinn flaug í í dag, verður að sætta sig við það, að orkugjafinn léttist ekkert á flugi.  


mbl.is „Ég er heill á húfi!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

To keep its current range, the plane would need batteries weighing 30 times more than its current fuel intake, meaning it would never get off the ground – Duncan Walker

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.8.2022 kl. 07:43

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

 Energy density is usually defined in terms the number of watt-hours (Wh) you get per kilogram (kg). A current lithium-ion battery’s energy density might reach 250 Wh per kg, while the energy density of jet fuel, or kerosene, is roughly 12,000 Wh per kg.

Ég held að það þurfi að koma ofurrafhlaða eða míní thorium kjarnorkuver

Norðmenn eru að fara að smíða og hanna thoríum-kjarnorku knúinn rækjutogara sem á að byrja veiðar 2030

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 24.8.2022 kl. 07:49

3 identicon

Það er rétt, en menn eru meira að spá í að nota vetni, annað hvort beint eða breyta því í rafmagn og nýta svo. Miklu líklegra að vetni verði notað beint, til að byrja með, hvað sem gerist síðar.  Vetni er með mikinn orku þéttleika og raunar skilst mér meiri en flugvélaeldsneyti.  

Það eru sem sagt til lausnir sem breyta vetni í rafmagn og nota það svo til að knýja ýmis farartæki.  Vetni er svo hægt að framleiða með ýmsum aðferðum, m.a. beint úr náttúrulegu gasi.  En á endanum er þetta allt spurning um arðsemi, kostnað og árangur.  

Guðmundur R Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.8.2022 kl. 08:22

4 identicon

Ég held að fólk geri sér almennt ekki grein fyrir hvað staðlar fyrir "certification" eru háir í flugiðnaði. Einhver minnist á vetni. Til að tryggja öryggi við geymslu og notkun vetnis um borð í flugvélum þarf að fara fram meiriháttar "certification process". Ekki er víst að það fengist nokkurn tíma samþykkt vegna eldhættu. Þar að auki er vetni rándýrt. Sigurður Ingi ráðherra bullaði nýlega í fréttum um að hugsanlega yrðu rafmagnsflugvélar fyrir innanlandsflugið til reiðu eftir 7 til 10 ár!! Af hverju er þessi ráðamaður, sem sennilega hefur enga faglega þekkingu á flugvélum, að fara með svona fleipur í fjölmiðlum.

Hannes Pétursson (IP-tala skráð) 24.8.2022 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband