Vorar fyrr og haustar seinna: Oft einkenni hlýnunar.

Í sumar hefur mörgum orðið tíðrætt um það að veðurfar sumarsins sýni það að loftslag fari kólnandi en ekki hlýnandi. Vitnað er í hitatölur í þessu sambandi frá sumrinu. 

Við þetta er ýmislegt að athuga. 

Í fyrsta lagi eru þessar tolur ekki frá öllu sumrinu og hitinn að vísu örlítið lægri í þessum mánuðum en flest ár aldarinnar en hins vegar hærri en flest árin á seinni parti síðustu aldar. 

Í óðru lagi hefur hitnn verið langt fyrir ofan meðallag fyrri part þsesa mánaðar og haustinu hefur því seinkað. 

En það er oft á tíðum einkenni á hlýrra loftslagi að vorin koma fyrr en áður og haustin koma seinna en áður. 


mbl.is Loftlagsbreytingar aukast enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jöklar voru minni við landnám og hægt var að stunda búskap á stöðum áður fyrr sem ekki eru búskaparhæfir í dag.  Einfeldningslegar fullyrðingar um hamfarahlýnun af mannavöldum gætu verið réttar en það er afar margt sem bendir til þess að maðurinn sé ekki eins valdamikill og sumir vilja meina.  Jörðin og alheimurinn stjórnar sér sjálf. Við erum bara áhorfendur.

Auðvitað alltaf til vinsælda fallið að boða heimsenda, hefði ŕómarskýrslan um 1970, sett saman af mestu gáfnaljósum þess tíma gengið eftir hefðum við öll verið dauð fyrir síðustu aldamót.

Bjarni (IP-tala skráð) 14.9.2022 kl. 14:01

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sumar er einkenni hlýnunar núna.

Kannski höfðu Aztekar rétt fyrir sér, og það þarf að bggja musteri og fara að fórna til guðanna svo sólin komi nú örugglea upp... eða meira í núinu: að hún komi örugglega ekki upp.

Ásgrímur Hartmannsson, 14.9.2022 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband