Löngu tímabært og búið að reyna það áður.

Sú var tíðin að eigendur dísilbíla gátu fengið að halda akstursbók sem lagði grunn að notkun kílómetragjalds. 

Nú, áratugum síðar, er auðvitað hægt að nýta nýjustu tækni til að fá fram sanngjarnan grundvöll fyrir heimilin að borga gjöld af notkunu bílanna í eigu hennar í samræmi við ekna vegalengd. 

Það getur til dæmis auðveldað fólki að eiga einn góðan ferðabíl án þess að borga af honum himinhá gjöld, algerlega óháð akstursvegalengd. 

Á þessari bloggsíðu hefur þetta mál verð rætt í 15 ár. 


mbl.is Stóra breytingin verður kílómetragjaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kílómetragjald er sanngjarnasta leiðin.  En þar þarf að miða við nokkra þyngdarflokka.  Þannig að kílómetragjald hækki eftir því sem bifreið er þyngri, enda slíta og sliga þyngri bifreiðar meira vegina en léttari. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.9.2022 kl. 09:55

2 identicon

Ísland er eitt af fáum löndum í heiminum sem ekki framleiðir rafmagn með

kjarnorku, kolum eða jarðefnaeldsneyti.Kílómetragjald gefur mönnum tækifæri

til að spare með minni akstri og þar af leiðandi minni mengun. Rafbílar

eru töluvert þyngri en bensín/díesel bílar svo það kæmi í bakið á þeim

sem hafa keypt þá ef þyngdin spilar stórt inn í kílómetragjaldið.Ekki er enn

ljóst hvaða orkugjafi verður ofan á í samgöngum en þar eru margar gildrur

á leiðinni.

magnús marísson (IP-tala skráð) 13.9.2022 kl. 12:04

3 identicon

Vitaskuld er það svo lykilatriði að öll önnur bifreiðatengd gjöld verði felld niður, samhliða upptöku kílómetragjalds.  Og "samvinnuverkefni" (lesist: einkaframkvæmdir með ríkisábyrgð í stíl vaðlaheiðarvafningavitleysu) "innviðaráðherra" verði gerð afturreka.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 13.9.2022 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband