Síðustu 100 ár öld jarðefnaeldsneytsins, "olíuöldin".

Bílaöldin hófst fyrir um hundrað árum og samfara henni sívaxandi gildi "olíualdarinnar". 

Grundvallaratriði Seinni heimsstyrjaldarinnar var eftirsókn öxulveldanna eftir orkulindum, bæði í Evrópu allt austur í Kákasus, og í Suðaustur-Asíu þar sem úrslitakostir Bandaríkjamanna gagnvart Japönum þýddu í raun að japanski herinn yrði eldsneytislaus á örfáum mánuðum nema að gengið væri að þessum úrslitakostum. 

Samvinna Bandaríkjamanna og Sádi-Araba um að halda niðri olíuverði var ein af ástæðum falls Sovétríkjanna. 

Bandaríkjamenn höfðu olíuna í huga þegar þeir hröktu Mossadegh frá völdum í Íran upp úr 1950, og olíuhagsmunir réðu mestu í Flóastríðinu og síðar innrásinn i Írak tíu árum síðar. 

Núna eru það gríðarlegir eldsneytishagsmunir sem kynda undir stríðinu í Úkraínu og allt þetta sýnir, hve þessir hagsmunir skekkja allt svið stjórnmála og efnahags um allan heim og tefja fyrir óhjákvæmilegum og bráðnauðsynlegum orkuskiptum. 

Við Íslendingar vorum duglegir við að skipta úr eldsneyti yfir í jarðvarmaorku í orkuskiptum, sem hófust fyrir 80 árum. 

Það var fyrst og fremst gert af beinum hagkvæmnisástæðum til langs tíma og búum við að því nú. 


mbl.is Mannkynið á rangri braut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Okkar hlutverk nú er að standa vörð um þann merka árangur sem náðist

vegna framsýni frumkvöðlanna og spila hann ekki frá okkur.

magnús marísson (IP-tala skráð) 22.9.2022 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband