29.9.2022 | 21:25
Athyglisvert hjól: Royal Enfield Himalayan.
Fjölbreytnin í framleiðslu vélhjóla er aldeilis mögnuð, svo margvíslegum þörfum er mætt.
Nokkur hjól stinga í stúf, svo sem þriggja hjóla gæðingurinn Yamaha Niken, en bæði Yamaha og fleiri framleiða slík hjól.
Kostur þeirra er stöðugleiki, en galli aukin þyngd og hærra verð en á tveggja hjóla reiðskjótum af svipaðri stærð.
Verðið skiptir máli. Þannig hefur Yamaha MT07 verið mest selda gerðin í Danmörku átta ár í röð.
Í öllum flotanum sker eitt hjól sig ansi hressilega úr: Royal Enfield Himalayan.
Það er beinlínis haft sem einfaldast, léttast, sterkast, ódýrast og endingarbest, og er þess vegna með einfalda 411 cc eins strokks vél, sem skilar aðeins um 25 hestöflum, en er með óvenjulega mikið og seigt tog og tæplega 130 km klst hámarkshraða, sem er feykinóg fyrir flestar aðstæður.
Meiri áhersla er lögð á sparneytni en eitthvert firna upptak, og uppgefin eyðsla aðeins um þrír lítrar á hundraðið.
Þyngdin er innan við 200 kíló og framhjólið auðvitað á 21 tommu felgu.
Kjörorðið er einfalt, hentar vel við hvaða veg eða vegleysu sem er.
Hægt er að setja rúmgóða farangurkassa á hjólið, og hér á Íslandi hafa verið sett aðeins stærri dekki til að fást enn betur við þá fjölbreyttu hálendisvegi, sem þeim hefur verið beitt á.
Hjólið hefur selst vel í Þýskalandi og á sér trygglyndan aðdáendur hér og einnig hér á landi.
Ef síðuhafi væri talsvert yngri og fjáðari kæmi til greina að eiga svona hjól, en fyrir mann á níræðisaldri er krafan meiri um ódýran og þægilegan ferðamáta á þjóðvegaferðalögum, svo sem með því að endurnýja núverandi PCX 125 cc hjól með "draumahjólinu" Honda PCX 160 cc, sem eyðir aðeins 2,2 lítrum á hundraðið, nær um 115 km hraða, hefur möguleika á rúmlega 70 lítra farangursrými og smýgur um dyr og lyftur í húsum.
Í erlendum blöðum er þessi gerð af Honda oft talin í flokki "sofa-scooters" þótt það sé um 20 sentimetrum styttra en þau mjög svo þægilegu lúxus-malbiksferðalagahjól, sem flokkast sem "maxi-scooters."
Vegna hins hlægilega lága eldsneytiskostnaðar er líklegt að svona hjól sé með minna kolefnisfótspor í heild en tíu sinnum þyngri og tíu sinnum dýrari rafbílar, sem þurfa mun meiri orkueyðslu, reksturskostnað, aföll og kolefnisspor við smíði, viðhald og förgun.
Engin þörf á málamiðlunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 30.9.2022 kl. 08:24
Við þurfum ekki tveggja tonna dreka til að koma okkur milli staða.
Ef við náum þyngdinni niður þá náum við eyðslu og mengun niður burt séð
hvaða orkugjafi er notaður.Við þurfum ekki heldur 200 km hámarkshraða
sem kallar á aukinn þunga vegna alls kyns varnarbúnaðar sem þarf fyrir
þennan hraða.
magnús marísson (IP-tala skráð) 30.9.2022 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.