Er stærsta atriðið í mati á virkjun Hverfisfljóts magnaðasta eldhraun landsins?

Ekkert eitt eldgos hefur haft jafn hrikaleg áhrif á sögu Íslands og hraunið sem kom upp og rann í Skaftáreldum. 

Nú er tekist á um virkjun Hverfisfljóts, sem fellur um þetta magnaða svæði, sem ætti að njóta alveg sérstakrar verndar að öllu leyti. 

En í umræðunni er varla nokkkru sinni minnst á þetta stóra gildi hraunsins. 

Það þarf að gera. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skaftáreldar, eldgosið sjálft, hafði vissulega hrikaleg, mikil og víðtæk áhrif. En hvað gerði hraunið? Hvaða hrikalegu áhrif hafði hraunið á sögu Íslands? Hvað gefur hrauninu stórt gildi?

Vagn (IP-tala skráð) 5.10.2022 kl. 18:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hraunið var 565 ferkílómetrar. náði frá jökli og niður í Meðalland, Síðu og Fljótshverfi og undir hraunið fóru margir tugir bæja og jarða. 

Eiturgufurnar úr hrauninu og eldstöðvunum, sem það kom úr, drápu 70 prósent af búsmala landsins og fjórðung þjóðarinnar og olli dauða milljóna manna í heimsálfum kringum hnöttinn. 

Ómar Ragnarsson, 6.10.2022 kl. 10:54

3 identicon

Merkileg saga og Skaftáreldar merkilegt gos. En gerir það hraunið allt merkilegt og þess virði að varðveita? Skildi þessi saga eftir einhver ummerki á hrauninu sem sjá má og greinir það frá öðru hrauni? Væri ekki nóg að setja nokkra rúmmetra hrauns á safn? Og senda öðrum söfnum búta eins og gert var við Berlínarmúrinn, vilji eitthvað safn hraunbút til minningar um Skaftárelda.

Ég held að þó stríðið í Úkraínu sé merkilegt og muni lifa sterkt í huga Úkraínumanna þá muni þeir ekki varðveita hverja einustu húsarúst, sprengjugíg og brunnin skriðdreka. Ekki varðveittu Bandaríkjamenn rústir Tvíburaturnanna. Japanir byggðu aftur í Hiroshima og Nagasaki. Og ekki gerði Titanic borgarísjaka að ómetanlegum heilögum menjum.

Vagn (IP-tala skráð) 6.10.2022 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband