"Veit einhver hvar flugvöllurinn er?" Er einhver með skrúfjárn og ljós?"

Ofangreindar spurningar eru tvær af mörgum, sem hrokkið hafa af vörum flugstjóra hér á landi. 

Sú fyrri hrökk af vörum flugmanns, sem var að fljúga með skemmtikrafta frá Reykjavík til Grundarfjarðar og var á hraðri ferð framhjá firðinum til vesturs. Síðuhafi tók þar með að sér að leiðbeina honum til baka á réttan stað. 

Hitt atvikið gerðist á Reykjavíurflugvelli þar sem farþegar í tíu sæta vél voru búnir að híma drjúga stund í myrkvaðri flugvél, sem ætlunin var að fljúga til Vestmannaeyja. 

Það var skítkalt í vélinni og veðrið leiðinlegt. 

Loks var hurðinni á flugstjórnarklefanum hrundið upp og glytti á andlit skjálfandi flugstjórans sem spurði farþegana: "Er nokkurt ykkar með skrúfjárn eða vasaljós?"

Hafi farþegunum verið farið að lítast illa á blikuna fram að þessu, versnaði það um allan helming. Varla var hægt að hugsa sér meira ótraustvekjandi yfirlýsingu. 

Svo vildi til, að síðuhafi, sem var einn farþega, var alltaf með lítið verkfærasett meðferðis á ferðum sínum, og bjargaði málunum. 

En mikill léttir var það fyrir flesta í þessari flugferð, þegar lent var heilu höldnu í Eyjum.  


mbl.is Lentu á rangri Kanaríeyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Þá hefði nú verið vitlegra
að fara landleiðina.

En hvar liggur vegurinn?

Húsari. (IP-tala skráð) 6.10.2022 kl. 23:45

2 identicon

Ómar!

Það er illa komið þegar ekki er hægt að finna tvo óbrjálaða menn sem kannast
við og hafa séð malarveginn í Þorlákshöfn og er það sannarlega
"dagur grimmdarinnar, dagur hörmunganna og eymdardagur storms og vinda,"
eins og stendur hjá spámanninum Sófanías sem jafnframt bað menn um að sýna
aðgæslu á sunnudag.

Yfirlæknirinn (IP-tala skráð) 7.10.2022 kl. 11:24

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Jafnvel spaugstofan hefði ekki getað gert betur. Þó getur maður gert sér í hugarlund Sigga Sigurjóns, með flugstjórahúfu, kíkja aftur í vélina!

Gunnar Heiðarsson, 7.10.2022 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband