Ævinlega miklir möguleikar í fragtfluginu.

Eitt af gagnrýnisefnum, sem borin voru fram þegar Icelandair keypti BOeing 737 Max var hve litið vélin gat borið umfram farþegana sjálfa.

Lággjaldaflugfélög hafa reynt ýmis ráð til að bregðast við þessu, meðal annars að auka möguleika farþeganna í fargjöldum með því að gefa þeim kost á að hafa einungis smáar töskur í handfarangursstærð meðferðis í flugferðum. 

Annar möguleiki er síðan sá að kaupa breiðþotur og setja sem mest fragtflug yfir á þær. 

Mikilvægi Reykjavíkurflugvallar sem varaflugvöllur í hagkvæmri fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli er síðan afar mikið, því að í sambærilegum brottförum erlendis er úr gnægð flugvalla að velja sem varaflugvelli 

Þetta atriði er eitt af því marga, sem andófsmenn gegn Reykjavíkurflugvelli virðast hvorki getað né viljað kynna sér. 


mbl.is Icelandair Cargo fær stærri vélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

 Boing 767 200 getur lent við bestu aðstæður í Rvk. Stærri 300 og 400 geta það ekki fullhlaðnar

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 8.10.2022 kl. 10:09

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við þetta bætist að við flugtak eftir lendingu geta 767 200 notað Reykjavíkurflugvöll til flugtaks ef þær eru nógu létthlaðnar. 

Og enn, tæpum sjötíu árum eftir að Agnar Koefoed-Hansen benti á það, er auðvelt að lengja austur-vestur brautina um allt að kílómetra til vesturs og leysa þar með tvö mál í einu höggi: Búa til stórbætta notkunarmöguleika og þar að auki að leggja mestalla flugumferð um norður-suðurbrautina af nema á hvössum norðan og sunnan vindum. 

Ómar Ragnarsson, 8.10.2022 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband