Öll stigmögnun er hættuleg.

Í sambandi við Úkraínustríðið skjóta sífellt upp kollinum raddir um ýmsiskona stigmögnun stríðsins, allt frá tali um beitingu kjarnavopna til ummæla um árás Úkraínumanna á Hvíta-Rússland. 

Nogu eldfimt er ástandið í þessu stríði þótt ekki sé verið að bæta ofan á það á ýmsan hátt. 

Það ógnar þegar heimsfriðnum og er ekki á það bætandi. 


mbl.is Segir Úkraínu undirbúa árás á Hvíta-Rússland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Joe Biden forseti Bandaríkjana sagði nýleg á fjáröflunarsamkomu í New York að Vladimír Pútín Rússlandsforseti „er ekki að grínast“ með hótun sinni um að beita kjarnorkuvopnum.

Biden varaði í því sambandi við kjarnorkustíði í heiminum og vitnaði í spár Biblíunnar um „Harmageddon“ þ.e.a.s. gjöreyðingu.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.10.2022 kl. 12:14

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég óttast því miður að þarna sé forseti Hvía Rússlands að búa sér til tylliástæðu til að ráðast inn í Úkraínu til aðstoðar Rússum.

Hversu heimskir þyrftu Úkraínumenn að vera til að ráðast inn í Hvíta Rússland núna?

Sigurður M Grétarsson, 10.10.2022 kl. 14:39

3 identicon

Hvernig sem þessu stríði lýkur, þá er ekki annað fyrirsjáanlegt en að samskipti Rússlands og vesturlanda verði í algeru lágmarki um langa framtíð. Rússar munu því þurfa að leita á náðir "Stóra bróður" í austri.

Í því sambandi má minna á að samskipti Rússa og Kínverja hafa ekki alltaf verið mjög bróðurleg. Um miðja 19. öld niðurlægðu Rússar kínverska keisaradæmið með því að hrifsa til sín stór kínversk landsvæði, t.d. þar sem nú er hafnarborgin Vladivostok. Væntanlega eru Kínverjar ekki búnir að gleyma þessu þótt þeir láti lítið yfir sem stendur.

 Að verða leppur Kínverja, það er ekki hlutskipti sem ég óska rússneskri þjóð sem ég hef lengi haft sterkar taugar til.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 10.10.2022 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband