11.10.2022 | 08:02
Áratugir "pennastriksins".
Árið 1942 skall á verðbólga, sem þá kallaðist jafnan dýrtíð í munni almennings, sem var margfalt meiri en þekkst hafði áður á Íslandi.
Í landinu var allt að 50 þúsund manna erlent herlið og framkvæmdir og þensla vegna þessara dæmalausu framkvæmda áttu enga hliðstæðu.
Ólafur Thors formaður Sjálfstæðisflokksins bað fólk þó að örvænta ekki eða fórna höndum, verðbólguna væri hægt að stöðva með einu pennastriki.
Þetta áttu eftir að verða áhrinsorð, sem entust í raun í tæpa hálfa öld eða allt fram til ársins 1990 þegar hinir stórmerku "þjóðarsáttarsamningar" voru gerðir, og á árunum á undan Viðreisnarstjórninni var Ólafi oft strítt með því að vitna í orð hans um "pennastrikið".
Verðhækkanir, sem eru langt umfram væntingar, er því miður aldrei hægt að útiloka.
Það sýnir gengisfall íslensku krónunnar um líkast til meira en 99 prósent frá þvi að hún var tekin upp í kjölfar fullveldisins 1918.
P.S. Nú er komið upp ástand hjá ASÍ, sem slær á möguleikana á því að ná stjórn á efnahagsmálunum.
Mesta hækkun í 40 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.