Spenna, opinn leikur og dramatík, en líklega lærdómsríkur ósigur.

Eftir frekar jafnan fyrri hálfleik, færðist fjör í leik landsliða Íslands og Portúgals í síðari hálfleik. Enn og aftur var það gaman að horfa á stelpurnar okkar, sem lögðu sig sem fyrr allar fram. 

En rétt eftir miðjan hálfleikinn urðu þvílíkar sviptingar á vellinum og í dómsgæslunni, að á fáeinum mínútur var fagnað jöfnunarmarki Íslands, sem síðan var dæmt af og í staðinn kominn vítaspyrna, Portúgal komið marki yfir og búið að reka íslenskan leikmann af velli. 

Framundan voru 70 mínútur við að jafna metin en leika allan þennan langa tíma með þeim liðsmun, að útilokað var annað en að íslenska liðið keyrði sig út og endaði í sáru 4-1 tapi. 

Eftir stendur þakklæti til íslenska liðsins fyrir hetjlega baráttu og gott sjónvarpsefni sem þær skópu í henni. Nú hafa bæst við margir sem horfa á eins marga leiki þessa liðs og tðk eru á. 

"Eigi skal gráta Bjðrn bónda heldur safna liði" mælti Grundar-Helda forðum og hjá íslenska kvennalandsliðinu er hægt að safna miklu liði og vinna úr lærdómsríkum ósigri og nýta sér hann. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is HM-draumurinn úti eftir framlengingu í Portúgal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Held þú sért að ruglast. Stelpurnar voru að spila við Portúgal.<3

Ragna Birgisdóttir, 11.10.2022 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband