22.10.2022 | 23:17
Nú þarf snör handtök til að laða fram löngun ferðafólks til að njóta fellsins tilsýndar.
Nú þarf að taka heldur betur til varnar dýrð og gefandi guðdómleika Kirkjufells í Grundarfirði í stað þess að þessi ferðamannastaður verði illræmdur um víða veröld.
Það kostar að vísu fé og fyrirhöfn, en þá ber þess að gæta, að hvert mannslíf á jörðinni er einstakt undur - engin tvö eru eins.
Mikið er í húfi. Við Íslendingar, varðmenn einstæðrar náttúru landsins, verðum að setja í það vinnu, kraft og fé að koma í veg fyrir að harmsaga Kirkjufells verði lengri, heldur verði afstýrt öllum ferðum á fjallið og í staðinn valdir af kostgæfni bestu staðirnir í kringum það, þar sem fegurð þess og gildi verði í samræmi við nafn þess, sem vísar til trúar og tilbeiðslu.
Það er engin fegurð í þessu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.